Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 92
SVANUR KRISTJANSSON
konur hreinsaðar út úr bæjarstjórninni í Reykjathk og 1922-1928 sat þar
engin kona.
Um leið og valdakarlarnir snera baki við frjálslyndri stefinu veiktust
undirstöður lýðræðis á Islandi. Skilaboð valdsmanna vora á þessa leið:
Full mannréttindi era eingöngu þnir karla. Konur eru okkur jdirleitt
ósammála í þjóðmálum og skulu því ekki njóta óskertra réttinda, hvorki
hafa almennan kosningarétt né kjörgengi.
Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Charles Tilly hefur bent á að lýð-
ræði þrífst hvergi nema þar sem gagnkvæmt traust ríkir milli almennings
og ráðamanna.95 Almenningur treystir ráðamönnum til að fara með mikið
vald, en ráðamenn sýna hollustu sína \dð lýðræðið með því að treysta fólk-
inu í verki. Lýðræðið merkir, skrifar Tilly, að landinu sé stjórnað í víðtæku
og bindandi samráði fólksins og valdhafa. Að hans mati sýnir reynslan að
lýðræðið byggist yfirleitt upp hægt og það nærist á grasrótinni. Lýðræð-
inu stafar hins vegar mest hætta af þeim valdsmönnum, sem rjúfa trúnað
við fólkið og taka eigin hagsmuni fram yfir almannahag. Valdið kemur þá
að ofan en ekki frá fólkinu. Lýðræðið veikist og getur jafiivel hrunið.
Þannig varð þróunin á Islandi á árunum 1911-1915. Islenskir valda-
karlar rafu trúnað við konur, þjóðina og lýðræðið. Víða annars staðar á
Vesturlöndum töldu valdakarlar konur sér hliðhollar og studdu kvenrétt-
indi.96 Hér á landi snera valdakarlar við blaðinu þegar þeir töldu hags-
munum sínum ógnað. Þeir sviku málstað kvenffelsis og frjálslyndis en
héldu á lendur feðraveldis og fámennisvalds, þar sem nær ekkert rými var
ætlað konum.97
95 Charles Tilly, Democracy, Cambridge o.v.: Cambridge University Press, 2007,
einkum bls. 11-15, 195-199.
96 Sbr. John Markoff, Waves of democracy, bls. 85-86.
97 Þessi niðurstaða styður greiningu Auðar Styrkársdóttur á þróun íslenskra stjórn-
mála á þessum tíma, sbr. t.d. doktorsritgerð hennar, From Femimsm to Class Poli-
tics. The Rise and Decline ofWomen’s Politics in Reykjavík 1908-1922, Umeá: Umeá
University, 1998, einkum bls. 173-201.
9°