Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 182
JOAN W. SCOTT
endanum pólitískar aðgerðir. Taka má önnur dæmi en sum þeirra minnt-
ist Foucault ekki sérstaklega á. Eitt dæmi eru femínistar en ég hef haldið
því fram annars staðar að gerendahlutverk þeirra (og „ólöglegar“ aðgerð-
ir sem þar af hlutust) hafi komið til einmitt vegna þess að þeir voru útilok-
aðir sem borgarar á skeiði lýðræðislegra byltinga.58 Einnig mætti nefna
kvenkyns verkamenn sem höfðu tilheyrt hinu launaða vinnuafli í aldarað-
ir en urðu ekki að sérstöku vandamáli fyrr en á nítjándu öld (og þar með
að viðfangsefni laga og hugsanlega „hetjur eigin lífs“), samfara uppgangi
þéttbýlis og iðnaðar, hugmyndakerfum um heimilislíf og nýjum álitamál-
tun um það hvernig ætti að skipta vinnuaflinu eftir kyni.59 Með því að
spyrja hvernig samkynhneigðir eða kvenkyns verkamenn (svo aðeins séu
tekin þessi tvö dæmi úr öllu því safhi sem hægt væri að vísa til) urðu að
vandamáli, frekar en að ganga út frá því að þessir tveir hópar hafi alltaf
verið vandamál, verður okkur kleift að skoða þessa flokka út ffá forsend-
um þeirra eigin tíma og takast þannig á við spurninguna um gerendur, en
um leið verður hægt að koma á gagnrýninni fjarlægð, ekki aðeins á nítj-
ándu öldina, heldur einnig í samtíma okkar.
Það sem er svo aðlaðandi við kenningar Foucaults um söguna sem
gagnrýni er þanþol þeirra, þ.e. hvernig þær opna ótakmarkaða möguleika.
Ekki er aðeins leyfilegt að gagnrýna öll ríkjandi hugtök (heimilið, einstak-
linginn, sjálfið, siðferðislegan áreiðanleika foreldra, sifjaspell og jafnvel
líkamlegar upplifanir, svo sem hita), heldur einnig hugmyndina um að
merking þeirra gangi í gegnum söguna. „Ekkert í manninum - ekki einu
sinni líkami hans - er nægilega fast í hendi til að skilja megi aðra menn og
þekkja sjálfan sig í þeim.“60 Þegar allar kröfur um algildi eru dregnar í efa
hlýst af því aðferð sem gerir kleift að hugsa lengra en viðteknar forsendur
frjálslyndrar viggasagnfræði (e. Whig history) gefa kost á, þ.e. forsendur
hennar varðandi framfarir en einnig hvað snertir þann stíg sem sagt er að
nútíminn verði óhjákvæmilega að feta (á vit veraldarhyggju, „siðmenning-
ar“ og aukinnar einsleitni gilda og menningarheima). Foucault hefur ver-
ið sakaður um þjóðhverfan hugsunarhátt vegna þess að sagnfræði hans
náði aðeins til hins vestræna heims (og takmarkaðist raunar iðulega við
58 Joan Wallach Scott, Only Paradoxes to Ojfer: French Feminists and the Rights ofMan,
Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1996.
59 Joan W. Scott, „The Woman Worker“, A History of Women, IV bindi, ritstj.
Georges Duby og Michelle Perrot, Cambridge, Mass.: Harvard University Press,
1993, bls. 399-426.
60 Foucault, „Nietzsche, Genealogy, History", bls. 153 [íslensk þýðing bls. 227].
180