Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 61
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
samfélaginu dauðu og að þær stxíddu yfirhöfuð gegn lögmálum náttúr-
unnar.76 Þessar niðurstöður Bederman og Kimmels koma heim og saman
við norrænar rannsóknir og það virðist sem að vöxtur hafi færst í slíkar
hugmyndir um aldamótin 1900, m.a. í tengslum við baráttu fyrir kosn-
ingarétti.''
Heimildimar sýna ýmis dæmi um viðbrögð af þessu tagi við kvenrétt-
indastefnunni á árunum 1911-1913.'8 En áherslan á hinn náttúrulega
mun var t.d. áberandi á Alþingi. A þessu árabili má þannig greina nýjan
tón í umræðunum, hún varð harkalegri en áður og tók í auknum mæli að
snúast um hinn sanna kvenleika annars vegar og hins vegar þá almennu
hnignun og spillingu sem mundi fylgja í kjölfar kvenréttindanna. Auk þess
má finna umræður um hina „karllegu“ og „óeðhlegu“ kvenréttindakonu“.
Með öðrum orðum varð vart við mjög aukna andstöðu gegn því að skil-
greina konur bæði út ffá kvenlegu eðh sínu, eins og flestar ef ekki allar
kvenréttindakonur gerðu, og að skilgreina þær sem pólitíska einstaklinga
sem gætu tekið þátt í opinberu hfi. Dæmi um þessa breytingu er að finna í
grein í Ingólfi árið 1911 sem bar heitið „Kosningarréttur og kjörgengi
kvenna“, en höfundur hennar taldi bæði kosningarétt kvenna og rétt
þeirra til embætta „algjörlega á móti lögmáli náttúrunnar“. Alþingi Is-
lendinga ætlaði með nýju lögunum að hrinda konunni „inn á verksvið sem
er henni óeðlilegt“, en þetta hlyti að hafa í för með sér að allur „hugsun-
arháttur og skapferli11 kvenna breyttist og það ekki í glæsilega átt. „Það
myndast nýtt kyn eða kynleysi, einhver karl-kona.“79 Því sama var haldið
fram í ritinu Kvenfrelsiskonur sem út kom árið 1912 en það var skrifað í
þeim eina tilgangi að andæfa kvenfrelsisstefnunni. Ritinu, sem hefst á yfir-
skriftinni „Alt það er öfugt, sem fer í bága við lögmál náttúrunnar“,80 var
'6 Gail Bederman, Manliness & Civilizatim, bls. 14.
Sjá: Bertil Björkenlid, Kvinnokrav i manssamhalle. Röstrattskvinnoma och deras met-
oder som opinimsbildare och pdtryckargrupp i Sverige 1902-21, Uppsalir: Avdeln-
ingen för litteratursociologi, 1982, bls. 14-20; Josefin Rönnbáck, Politikensgenns-
grdnser. Dev kvinnliga röstrdttsrörelsen och kampen för kvinnors politiska medborgarskap
1902-1921, Stokkhólmur: Atlas, 2004, bls. 101-102. Sjá einnig Ebba Witt-Bratt-
strom, „Den store kanskrig. Feminismedebat i Europa“, Nordisk kvindelittera-
turhistorie 3. Vide verden 1900-1960, aðalritstj. Elisabeth Moller Jensen, Koben-
havn: Rosinante/Munksgaard, 1996, bls. 57.
8 Sjá t.d. Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðriö, bls. 159-160; E.H., „Kvenréttinda-
baráttan á Englandi“, ísafold, 27. apnl 1912, bls. 93.
9 Þórir, „Kosningarréttur og kjörgengi kvenna“, Ingólfur, 8. júní 1911, bls. 89-90.
80 Stefán Daníelsson, Kvenfrelsiskmur, Akureyri, 1912, bls. 3.
59