Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 119
SAGAN OG SANNLEIKURINNI
Allir búa því yfir sögulegri þekkingu og það gildir jafnt um manninn á
götunni (Mr. Evervman) og sagnfræðiprófessorinn að þekking þeirra er
blanda af staðreyndum og túlkunum, háð stund og stað. Þetta gerði sagn-
fræðingnum ókleift að komast að hlutlægri þekkingu um fortíðina.
I ritgerðinni „That Noble Dream“ frá árinu 1935 taldi sálufélagi Beck-
ers, Charles Beard, hugmyndina um hlutlæga sagnfræðiþekkingu ein-
hverja afdráttarlausustu kreddu („sweeping dogmas“) í sögu kenninga.23
Hann sýndi fram á að hin „háleita draumsýn“ um hlutlæga sögu nyti ekki
eins óskoraðs fylgis og margir sagnfræðingar staðhæfðu og að jafnvel Ranke
sjálfur hefði ekki fyllilega farið efdr henni í verkum sínum. I ritgerðinni
rekur Beard hð fyrir hð röksemdir andstæðinga hlutlægnishugmyndarinn-
ar: að sagnfræðingurinn hafi ekki beinan aðgang að fortíðinni heldur að-
eins fyrir milligöngu brotakenndra heimilda; að sagnfræðingurinn búi til
en uppgötvi ekki rás atburða í sögunni; að almennar skýringar og hug-
myndir sem notaðar eru til að gera viðfangsefnið skiljanlegt séu ávallt
túlkun sagnfræðingsins; að hugmyndin um sagnfræðinginn sem gengur að
verki sínu óbtmdinn af skoðunum og endurspeglar fortíðina á hlutlausan
hátt standist ekki. Hvaða hreinstmarmeðulum sem sagnfræðingurinn
karm að beita er hann efdr sem áður „mannlegur, mótaður af uma, stað,
aðstæðum, hagsmunum, fordómum og menningu.“24 Beard benti ekki á
neinn heildstæðan valkost við hludægnishugmyndinni; hann hafnaði ekki
sannleikskröfunni sem markmiði sem bæri að stefna að, en gerði mikið úr
þeim takmörkum sem sagnfræðingnum eru sett í þeirri leit.
Drögum nú saman það sem á undan er sagt: í söguheimspeki mynduðust
tveir pólar varðandi afstöðuna til sagnfræðilegar þekkmgar. Pósitífisminn
grundvallaðist á þeirri hugmynd að hægt væri að afla hlutlægrar þekking-
ar á fortíðinni, þekkingar sem réðist af veruleikanum og þeim heimildum
sem hann skildi eftir sig, en ekki rannsakandanum sjálfum. Hlutlægni (e.
objectivity) vísar því til þekkingarfræðilegrar afstöðu og kallast svo vegna
þess að hún gerir ráð fyrir því að ffásögnin stjórnist af sjálfum hlutnum
sem verið er að rannsaka (e. object). Hún hvflir á þeirri grundvallarhug-
mynd í þekkingarfræði sem kennd er við hluthyggju (e. realism) að heim-
23
24
Ritgerðin er birt í Fritz Stem (ritstj.), The Varieties ofHistory, bls. bls. 315-328.
Fritz Stem (ritstj.), The Varieties ofHistory, bls. 324.