Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 47
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
frömuða í Svíþjóð og á íslandi og ljóst er að þeir beittu svipuðum rökum í
baráttunni.36 Það var rauður þráður í málflutningi þessara manna og
grundvallarrök að það ætti fyrst og fremst að líta á konur sem hluta mann-
kyns án tdllits tii kyns þeirra. Þeir héldu því m.a. fram að það væri ekki að-
alatriði hvort konur óskuðu efdr kosningaréttd eða ekki því að kosninga-
rétturinn væri almenn mannréttindi.3' Ritstjóri nokkur og blaðaútgefandi,
Friðrik Borg að nafhi, var t.d. þeirrar skoðunar að það að halda kosninga-
réttinum frá konum væri það sama og að viðurkenna ekki að „hún er
manneskja í fullri merkingu þess orðs“.38 Staða kvenna sem hluti mann-
kyns var beinlínis til umræðu en í sænsku umræðunum voru áberandi rök
á borð við þau að konur væru „þroskaðar, myndugar manneskjur, fullfær-
ar um að taka eigin ákvarðanir".39 Tiltekur Manns ýmis dæmi um hvernig
skynsemi kvenna og rökrétt hugsun var meðal umræðuefna sænska þings-
ins um þessi mál.
Ulla Manns hefur einnig bent á að svo líti út sem að kynferði hafi skipt
minna máli á upphafsárum sænsku kvenréttindahreyfingarinnar en það
gerði síðar. Karlar hafi unnið að kvenréttindamálinu við hlið kverma, bæði
áður en sérstök kvenréttindafélög voru stofnuð og á fyrstu árunum efdr að
shk félög tóku tíl starfa. Tóku þeir bæði þátt sem hugmyndafræðingar,
stjómmálalegir baráttumenn innan og utan þingsins og sem stuðnings-
menn eiginkvenna sinna og systra. Þá virðist einnig sem að spurningar
sem snertu kyn og karllega og kvenlega eiginleika hafi skipt minna máli en
síðar varð. Þrátt fyrir að bæði karlar og konur nýttu sér hugmyndir um
mismun kynjanna þá var hugmyndin um almenna manneskjulega eigin-
leika kvenna í hásæti og fylgdi því einnig, að sögn Manns, að kyn þeirra er
í baráttunni stóðu skipti ekki höfuðmáli.40 Um aldamótin 1900 tóku þessi
kynjaviðhorf sænsku kvenréttindahreyfingarinnar að breytast og var nú
lögð áhersla á hina sérstöku kvenlegu eiginleika. A sama tíma varð kven-
réttindamálið í sífellt auknum mæli sérstakt málefni kvenna.41
Fróðlegt væri að skoða nánar kvenréttindabaráttu íslenskra karla og
36 Ulla Manns, „En man för sin sak: Lars Hierta, Oscar Stackelberg och Fredrik
Borg“, An m 'án da? Kön och feminism i Sverige under 150 ar, ritstj. Yvonne Svan-
ström og Kjell Östberg, Stokkhólmur: Adas, 2004, bls. 23-26.
J Ulla Manns, „En man för sin sak“, bls. 35-36.
38 Hér tekið eftír Ullu Manns, „En man för sin sak“, bls. 37.
39 Ulla Manns, „En man för sin sak“, bls. 31.
40 Ulla Manns, „En man för sin sak“, bls. 39-40.
41 Ulla Manns, „En man för sin sak“, bls. 40.
45