Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 78
SVANUR KRISTJANSSON
I umf]öllun Alþingis 1885 um nýja stjómskipun landsins kom fram til-
laga um að inn í stjórnarskrána yrði skotið setningunni: „Með lögum má
veita konum kosningarrjett til Alþingis."40 Flutningsmenn táldu forða því
að ákvæði um kosningarétt ktænna yrðu tdl þess að konungur neitaði að
staðfesta frumvarp þess um nýja stjórnskipan. í ffumvarpinu var kjörgengi
bundið tdð kosningarétt og ljóst að ædunin var að veita konum bæði kosn-
ingarétt og kjörgengi til jafhs við karla. I umræðum á þinginu mótmælti
enginn þessari tillögu. Sumir þingmenn fögnuðu henni rneira að segja
sérstaklega. Lengst gekk Einar Asmundsson sem sá hnir sér að í ffamtíð-
inni yrði helmingur þingmanna konur, og „... þá myndi nú birta í
þingsalnum, ef konur ættu sæti á öðrum hverjum stól.“41 I effi deild var
þessi breytingartillaga samþykkt í einu hljóði.42 I neðri deild var ffrnn-
varpið í heild samþyklct með 17 atkvæðum gegn fimm en tekið skal fram
að mótatkvæðin lýstu ekki andstöðu við kosningarétt og kjörgengi
kvenna.43 Konungur neitaði hins vegar að staðfesta þessa nýju stjómskip-
an og þrátefhð um stöðu Islands og sambandið við Danmörk hélt áfram.
LTm 1885 var ffjálslynd hugmjmdafræði orðin allsráðandi í hópi þing-
manna. Engin sýnileg andstaða var innan þingsins í þá átt að skerða kosn-
ingarétt á grundvelli kynferðis og Alþingi lýsti formlega yfir vilja sínmn til
að ryðja í burt öllum lagalegum takmörkunum á kosningarétti og kjör-
gengi kvenna öðram en almennum takmörkunum.44 Frá og með árinu
1882 nutu íslenskar konur meiri réttinda en annars staðar í Evrópu og Is-
lendingar hefðu gengið enn hraðar til verks ef ekki hefði komið til tregða
danskra stjórnvalda. Kvenréttindalöggjöf blandaðist hins vegar inn í deil-
ur um fullveldiskröfur Islendinga og átök um réttarstöðu landsins.
skipan krafta allra samfélagsþegna og þeir verða að vera eins stæltir og nokkur
kostur er. Það er dýrkeypt að \nsa helmingi mannkyns á dyr og meina honum
aðgang að samfélaginu." Auður Styrkársdóttir, „Forspjall" í John Smart Mill,
Kúgun kvenna, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2003, bls. 9-65, hér bls.
30-33.
40 ALþingistíðindi C (1885), bls. 387.
41 Alþingistíðmdi A (1885), d. 505.
42 Sama rit, bls. 521.
43 Alþingistíðindi B (1885), d. 1478.
44 Sbr. einnig: Guðmundur Hálfdanarson, „Defining the Modem Citizen: Debates
on Civil and Political Elements of Citizenship in Nineteenth-Century Iceland“,
Scandinavianjoumal ofHistory 24, 1999, bls. 103-116, einkum bls. 108-109.
76