Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 198
JOEP LEERSSEN
„þjóðernisstefha finnnr upp þjóðir“, með orðum Gellners, en lýsir þG fyr-
ir þjóðartáknfræðingum hvernig hefðir þjóðflokka eru endurheimtar og
gerðar tiltækar fjárfestingum póhtískrar hugsjónar nítjándu aldar. Með þ\d
að staðsetja menningarlega vitundarvakningu í forystu þróunar á hreyf-
ingum þjóðernis-/aðskilnaðarsinna, velur Hroch úr því sem er einstakt við
þjóðemisstefnu meðal annarra hugmjmdaffæða. Þjóðernisstefna sker sig
ffá annarri hugmjmdaffæði vegna þess að hún kemur orðum að pólitísku
viðhorfi á grundvelli menningarlegrar hugsjónar. Samkvæmt Hroch get-
um við bent á að á sögulegum meðgöngutíma hennar er þjóðemisstefiia
alltaf, í það minnsta þegar hún er á byrjunarstigi, menningarleg þjóðern-
isstefna.
Menningarleg þjóðemisstefna er viðfangsefni menningarsögu
Þrátt fyrir alla kosti líkans Hrochs vantar eitthvað upp á og þegar það er
kaimað getum við öðlast skýran fókus á sögulega nálgun að menningar-
legri þjóðernisstefnu. I fyrsta lagi er gjarnan litdð á a-fasa þjóðernisstefiiu
með hliðsjón af því til hvers hún leiðir, ekki með tilliti til þess hver ædun-
in með henni var. Við gætum freistast til að líta á a-fasa þjóðernisstefnu
sem forleik að b-fasa, að vissu leyti sem meðgöngutímabil eða upphitunar-
æfingu áður en raunveruleg atburðarás hefst. En höfum við einungis
áhuga á a-fasa vegna b- og c-fasa sem hann hefur búið jarðveginn fyrir?
Þegar félagsleg/pólitísk virkni er komin á skrið er hætt við því að við
afskrifum menningarlega þjóðernisstefhu og álítum hana hafa leikið hlut-
verk sitt til enda. A-fasi er eins og eldspýta sem borin er að kveikjuþræði
og hættir að skipta miklu máli þegar eldurinn er laus. En ættum við að líta
á þessa fasa þannig að hver „taki við“ af öðrum? Sögulegar heimildir sýna
að menningarleg viðfangsefni takmarkast ekki við fyrstu stig þjóðernis-
hreyfinga. Menning er á dagskránni jafnvel þegar þjóðernishrejdingar
hafa náð fullgildum félagslegum og pólitískum ítökum (til dæmis persón-
ur eins og Botev og Rakovski í Búlgaríu, eða Pearse á Irlandi). Jafnvel þeg-
ar búið er að ná þjóðernismarkmiðum og stofina fullvalda ríki má greina
jafn mikla umhyggju fyrir ræktun þjóðmenningar í skipulagi nýja ríkisins.
Tvær ítarlegar rannsóknir Philips O’Learys13 á auknum áhuga á gelísku á
13 Philip O’Leary, The Prose Literature ofthe Gaelic Revival, 1881-1921: Ideology and
Innovation, University Park, PA: Pennsylvania State University Press, 1994; og
Gaelic Prose in the Irish Free State, 1922-1939, Dublin: University College Dublin
Press, 2004.
196