Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 123
SAGAN OG SANNLEIKURINN
fræðingar sem búi hana til, mótaðir af ákveðinni bókmenntahefð og ræðu-
háttum.29
Þeir póstmódernistar sem lengst hafa gengið aðhyllast róttæka afstæð-
ishyggju og telja sagnfræðina engu nær sannleikanum en skáldskapur.
Niðurstaða þeirra er sú að sagnfræðin geti ekki verið hlutlæg aðferð til að
nálgast sannleikann, sumir staðhæfa beinlínis að sagnfræðingar afli ekki
þekkingar á fortíðinni heldur búi einungis til hugmyndafræðilega texta
sem stjórnast af hagsmunum og völdum. Hlutlægnishyggjan sé ekki að-
eins fræðileg blekking heldur spennitreyja sem heftir frelsi manna í fræð-
um og vísindum.30
Sé fallist á þennan „sterka“ póstmódernisma, eins og hann hefur verið
kallaður, er vísindalegur grundvöllur sagnfræðinnar brostinn. Það eina
sem þessi skefjalausa afstæðishyggja býður mönnum að iðja er að greina
texta og samband hans við annan texta, ekki sambandið milli atburða í for-
tíðinni. Markmið sagnfræðingsins er ekki leit að sannleika, þekkingu eða
skilningi á fortíðinni heldur eitthvað annað, t.d. að móta og efla sjálfs-
mynd sagnfræðingsins. En þá vaknar sú spurning hvaða gagn sé að því að
efla sjálfsmynd sína á sögum um fortíðina sem geta allt eins verið skáld-
skapur og sannleikur.
Bylgja póstmódemismans reis hæst á síðasta áratug 20. aldar og brugð-
ust margir sagnfræðingar harkalega við honum. Sumum þótti sem vegið
væri að sjálfum grundveili fræðigreinarinnar, töluðu jafnvel um póstmód-
ernisma sem and-sagnfræði (e. anti-history), aðrir töldu hann bera fram
sterk rök sem sagnfræðingar gætu ekki komist hjá að taka afstöðu til.31
Þegar nær dró aldamótum dró mjög máttinn úr póstmódernistum og lýsti
breski sagnfræðingurinn Arthur Marwick því yfir með nokkurri ánægju
árið 2001 að nú væri allt orðið hljótt á vígstöðvum póstmódernismans, „all
quiet on the postmodern front“.32 Tískubylgjan væri gengin yfir og árás
póstmódemista hmndið.
29 Hayden White, Metahistory. The Historical Imagination in Nineteenth-Centmy
Enrope. Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1975, bls. x-xii.
30 Einna einarðasti talsmaður þessa sjónarmiðs meðal sagnfræðinga er Keith Jenkins,
sbr. bók hans Re-thinking History. London: Routledge, 1991 og síðari útgáfur.
31 Bókatitlar gefa hugmynd um hve sumum höfundum var mildð niðri fyrfr> sbr.
Richard J. Evans, In Defence of History. London: Granta, 1997; Keith Wind-
schuttle, The Killing ofHistory. Hcrw Literary Critics and Social Theorists are Murd-
ering OurPast. New York: Free Press, 1997.
32 Arthur Marwick, „All Quiet on the Postmodern Front“, Times Literaty Supple-
ment 23. febrúar 2001, bls. 13-14.
I 2 I