Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 19
MENNINGARARFUR MEÐ STRÍPUR
Af samantekt ráðuneytisins er ekki unnt að henda reiður á hvaða for-
sendur liggja til grundvallar málaflokknum ,dVIenningararfur og safna-
mál“. Ekki kemur fram að stofnanirnar sem felldar eru undir málaflokkinn
starfa á grundvelli ólíkra laga, sumar að minjavörslu en aðrar að vörslu
menningarerfða eða ritaðra heimilda. Hins vegar er tekið fram að fjár-
stuðningi ríkisins við málaflokkinn ,dVIenningararfur og safnamál“ sé
ætlað að stuðla að verndun menningarsögulega minja og tryggja
að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi
kynslóða. Einnig að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af
menningararfinum og greiða fyrir rannsóknum á honum.36
Hér er vitnað beint í 1. gr. þjóðminjalaga nema hvað búið er að breyta
„kynni þjóðarinnar af menninga?'sögiilegum minjum“ í „kynni þjóðarinnar
af menningararfinum.“ Það skín þó í gegn hversu óskilgreint hugtak
menningararfur er í meðferð ráðuneytisins og varla er fjárstuðningi til
Stofnunar Arna Magnússonar, Ornefhanefndar, Þjóðskjalasafns Islands,
Islenskrar málnefndar, Málræktarsjóðs og Dags íslenskrar tungu ætlað að
stuðla að verndun menningarsögulega minja.
Hugtakið menningararfur er hvorki skilgreint í samantekt ráðu-
neytisins né í lagagrunni minjavörslunnar. Þó virðist skilgreining
UNESCO á menningararfi vera notuð á þann hátt að menningararfur
samanstandi af menningar- og náttúruminjum auk menningarerfða.37 Um
alþjóðlega skilgreiningu er að ræða og Island er aðili að þeim samningum
sem lagðir eru til grundvallar. Þessi skilningur á hugtakinu menningar-
arfur styrkist við lestur fjárlagfrumvarp ársins 2008 þar sem segir:
Hér verður fjallað í einu lagi um söfn og aðrar stofhanir sem
vinna að varðveislu menningararfs þjóðarinnar og eru á þár-
lagaliðnum 901-919 en það eru Fornleifavernd ríkisins, Þjóð-
minjasafn Islands, Þjóðskjalasafh Islands, Landsbókasafn Is-
lands - Háskólabókasafh, Listasafn Einars Jónssonar, Listasafn
Islands, Kvikmyndasafn íslands, Blindrabókasafn íslands, Nátt-
úruminjasafn Islands sem er nýtt höfuðsafn, Safhasjóður og
Söfn, ýmis framlög.38
36 Sama rit, bls. 15.
37 Sama rit, bls. 5 og bls. 15.
38 Fjárlagafrumvarp 2008. Seinni hlutá: Lagagreinar og athugasemdir. 02 Mennta-
málaráðuneyti. Fjárlagavefurinn: http://hamar.stjr.is/. [Sótt 23. apríl 2008.] Text-
inn er óbreyttur frá fjárlagafrumvarpi ársins 2004.
17