Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 106
SVERRIR JAKOBSSON
f}TÍr tíðarandann. Á 18. öld var andstaða tdð þrælahald minnihlutaskoðnn,
sem auðvelt var að skilgrema sem „hættulegar öfgar“ eða „jaðarsjónar-
mið“.41 Þannig var heilbrigð skynsemi þess tíma. Nú teljum við hana
sjúka. Hvemig getum við spáð fyrir um hvað verður úrelt úr okkar sam-
tíma ef við ædum einvörðungu að styðjast \ið ríkjandi vanahugsun? Það
krefst formlegs skilnings, ríks ímyndunarafls og fræðilegra tækja á borð
við kenningar og rökfærslustíla.
Niðurstöður
Heimildir um fortíðina þarf ætíð að túlka. Það \ill brenna við, með sama
hætti og þegar kenningar eru til umræðu, að fólk taki afstöðu gegn túlk-
unum á texta Hkt og það sé raunhæfur möguleiki að lesa texta án þess að
túlka hann og þýða samtímls. Beint og óheft samband við veruleikann
handan textans er talinn raunhæfur valkostur. Þá er hætt við að í raun sé
oftúlkað, þ.e. tekinn er upp textaskilningur ofþrunginn gildismati sem
styðst einkum \áð gamlar venjur, stirðnaða skymsemi og er hugsunarlaus af
hálfu rannsakandans.42
Sagnfræðin þrífst á túlkun. Hún getur ekki aðeins verið handverk við
að grafa upp staðreyndir - án þess að spyrja gagnrýninna spurninga um
það hvers vegna er verið að leita þeirra, til hvers er ætiunin að nota þær og
hvaða verklagi eigi að beita við að grisja ofgnótt þeirra. Sagnfræðmgar,
sem eru áhættufælnir og hafa rangt fyrir sér, geta jafnframt glatað því tæki-
færi að ræða óþvingað og opinskátt við viðtakendur sína. Slíkur áhæmiótti
er kannski ein ástæða þeirrar tortryggni sem má finna innan greinarinnar
við að hugsa um söguna út firá kenningum í stað þess að sinna einvörð-
ungu söfnun staðreynda án yfirlýsts viðmiðs. Hér takast á tveir rökfærslu-
stílar, annars vegar stíll sem einkennist af vanahugsun og staðfestingu á
ríkjandi samfélagsviðmiðum: rökfærslustíll uppsöfhunar og heilbrigðrar
skynsemi (þ.e. hinnar „Hsindalegu aðferðar“), hins vegar stíll sem setur
41 David Brion Davis, Inhuman Bondage: The Rise and Fall ofSlavery in the New World
(New York, 2006), bls. 74—76, 159.
42 Þetta birtist m.a. í því hvemig nýlegt rit, Oraplágan eftir Slavoj Zizek, var afgreitt
í nýlegum ritdómi þar sem ýjað er að því „að greining Zizeks á órum og biæti [e.
fetish\ í menningu nútímans hafi í rauninni það óyrta markmið að leiða i ljós
sannleikann sem býr að baki óranum og blætinu", sbr. Kristján Arngrímsson,
„Orðablæti“, Lesbók Morgunblaðsins 8. mars 2008, bls. 10.
104