Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 199
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
írlandi styðja þetta: önnur nær yfir tímabilið fyrir sjálfstæði 1881-1921,
bin nær yfir árin efdr stofnun sjálfstæðs írsks ríkis 1922-1939. O’Leary
rýnir heimildimar af mikini nákvæmni og sýnir fram á eftdrtektarvert
þemabundið, hugmyndafræðilegt og virkt samræmi. Olíkt því sem snyrti-
leg runa bókstafanna a, b og c gætu gefið til kynna, líða menningarleg við-
föng þjóðemisstefnu ekki undir lok á síðara tímabilinu þegar aðgerðasinn-
ar hrökkva í gírinn, lieldur halda þau áfram að mata hana og styrkja
þekkingarlega.
I „a-fasa“ býr meira en það sem sést í baksýnisspegli félagslegra og
pólitískra hreyfinga. Þar gætu verið sögulegir hlutir, fyrirbæri sem ekki er
auðvelt að bera kennsl á eftirá sem fyrirrennara einhvers annars. Eins og
sagnfræðingar þekkja frá verkum Reinhards Kosellecks14 verður rannsókn
okkar á fortfðinni að ná yfir það hvemig fortíðin sá framtíðina fyrir sér,
þótt hlutimir hafi svo ekkert endilega orðið þannig á endanum. Þjóðern-
isstefna á nítjándu öld bauð upp á mörg önnur hugsanleg sjónarhorn og
ffamtíðarsýnir en þá leið sem sagan kaus á endanum. Þetta þýðir að við
ættum að láta greiningar okkar á þjóðemishreyfingum ná yfir meira en
eingöngu þær athafnir sem leiddu tdl stofnunar ríkja eins og við þekkjum
þau í dag. Itarlegri athugun af því tagi gætd dregið mikilvæga strauma og
stefnur fram á sjónarsviðið. EndurvakningýezAry/orazttr-hátíða frá miðöld-
um breiddist til dæmis út frá Toulouse og Suður-Frakklandi, fyrst til
Barcelona og Katalóníu, og svo tdl Galisíu; þær vom gagnkvæmur hvati og
hagnýttu sér sameiginlegar minningar um glæsta tíma hirðskáldskapar á
rómönskum tungum, áður en spænska og franska náðu almennri út-
breiðslu.15 Samtímis því að endurreisn jocs florals í Barcelona myndaði
hluta af áberandi og vel skilgreindri menningar- og þjóðernishreyfingu,
urðu áhrif þeirra í Toulouse aldrei meira en útlistun á suður-franskri átt-
hagatryggð - hinar galisísku xogosfroraes stóðu milli þeirra tveggja. Því má
segja að stiglaus kvarði möguleika aðskilnaðarsinna sé tdl staðar í slíkri
endurreisn menningar: sumt verður hlutd aðgerðasinnaðra hreyfinga en
14 Reinhart Koselleck, Vergangene Zukunft. Zur Semantik geschichtlicher Zeiten, Frank-
furt: Suhrkamp, 1979.
15 Emile Ripert, La renaissance provengale (1800-1860), París/Aix en Provence:
Champion/Dragon, 1917, bls. 58-60. Um katalónsku víddina: JosephMiracle, La
restauració delsjocs Florals, Barcelona: Aymá, 1960; og þá galisísku, Ramon Máiz
Suarez, 0 rexionalismo galego: Organización e ideoloxía (1886-1907), A Corufia:
Castro, 1984; Femández Barreiro og Xosé Ramón, Historia contemporánea de
Galicia, 3. bindi, La Coruha: Gamma, 1982-1983.
Í97