Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 133
EFASEMDIR UM GILDI SANNLEIKANS FYRIR SAGNFRÆÐINA
heimspekingar telja sig hafa komið auga á háalvarlega takmörkun tungu-
málsins. Fáir hafa lýst þeirri takmörkun jafn eftirminnilega og Friedrich
Nietzsche og hafa margir sótt efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagn-
fræði og önnur hugvísindi í smiðju hans.3 I greininni „Um sannleika og
fygi í ósiðrænum skilningi11 skrifar Nietzsche:
Hugum [...] að myndun hugtakanna. [...] 011 hugtök verða til
við samsömun þess sem er ekki eins. Líkt og engin tvö laufblöð
eru nákvæmlega eins, þannig er hugtakið laufblað myndað með
því að hafa að engu þennan einstaklingsmun og gleyma mis-
muninum. [...] Við myndum hvorttveggja hugtök og form með
því að leiða hjá okkur einstaklingsbundinn veruleikann. Nátt-
úran þekkir hins vegar hvorki form né hugtök og því ekki held-
ur neinar tegundir [...].'4
Nietzsche dregur ýmsar ályktanir af þessari kenningu um hugtakamyndun
og margar þeirra hafa hlotið hljómgrunn hjá sagnfræðingum. Má þar í
fyrsta lagi neíha róttækar efasemdir um möguleika á sönnum lýsingum á
veruleikanum og öruggri vissu eða þekkingu um fortíðina, auk ályktana
um að lögmál vísindanna séu helber tilbúningur manna og að við þurfum
að feta stigi listarinnar til að nálgast hinn óræða veruleika. Orðræða vís-
indanna þokar þá fyrir fagurfræðilegri orðræðu.5 * * * * * Samkvæmt einum sagn-
3 Um áhrif Nietzsches á hugmyndir sagnfræðinga um sannleika, tungumál, sjálf og
orsakalögmálin sjá t.d. Georg G. Iggers, Sagnfræði á 20. öld; Tbe Postmodern His-
tory Reader, ritstj. Keith Jenkins. London og New York: Roudedge, 1997; Keith
Jenkins, Re-tbinking History. London ogNew York: Roudedge, 1991 og tilvísanir
í þessari grein.
4 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi". Þýð. Magnús
Diðrik Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir. Skímir 167. ár (vor 1993): 15-33,
bls. 19-20. Eg hef þetta dæmi og meðferð þess úr grein James Conants, „The
Dialectic of Perspectivism, I“. Sats - Nordic Joumal ofPhilosophy 6/2 (2005): 5-50,
bls. 44 47. Rétt er að geta þess að Conant telur að Nietzsche hafrd að endingu
sjónarhomshyggju af því frumspekilega tagi sem hér er til umræðu og hann setur
fram í fyrstu verkum sínum.
5 Sjá t.d. Georg G. Iggers, Sagnfræði á 20. öld\ Keith Jenkins, Refiguring History.
New Thoughts om an Old Discipline. London: Roudedge, 2003; Davíð Olafsson,
,JVIilh vonar og ótta, eða: Hvernig ég lærði að hafa ekki áhyggjur og elska upp-
lausnina“, Frá endurskoðun til upplausnar, ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór
Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon. Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna
og ReykjavíkurAkademían, 2006, bls. 261-77.