Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 193
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
Evrópu sé framlcvæmanleg og þar að auki gagnleg - ekki aðeins sem við-
mið til þess að greiða úr þeim gífurlega fjölda sögulegra vitrdsburða sem
spretta af margháttuðum bakgrunninum, heldur einnig sem grunnur sem
hægt er að nota til að sjá fyrir sér þemabundnar samanburðarrannsóknir.
Þessi trú byggist á tdirgripsmikilli heimildarannsókn með tiltölulega
breiðu úrtaki þjóðbundinna tilviksathugana.
Oll þjóðemisstefna er menningarleg þjóðemisstefna
Ekki hggur beint við að tala um „menningarlega frjálshyggju“ eða „menn-
ingarlega jafnaðarstefnu“, en samsetningin „menningarleg þjóðemis-
stefna“ virðist nokkuð trúverðug og borðleggjandi. Þetta er rökrétt vegna
þess að sú hugmynd sem myndar kjama þjóðernishyggjunnar, hugmyndin
um þjóðina, vísar til samansafhs fólks með „sérstætt eðli“2 sem er myndast
í það minnsta að hluta til úr menningarlegum þáttum svo sem tungumáli
eða söguvitund. Þjóðemissinnar halda ffam sjálfsákvörðunarrétti þjóða,
menningarlegum viðgangi og menningarlegri sjálfstjáningu, sem augljósri
og siðferðilega sjálfstæðri reglu sem er samhliða (en ekki leidd af) jafn-
rétti, réttlæti og pólitískum stöðugleika. Þjóðemisstefna h'tur, ef eitthvað
er, á ríkið sem leið að markmiði (ríkið á að endurspegla þjóðernið sem það
myndar og tilveruréttur þess byggist að hluta á þeim tilgangi).3
2 Fimmföld formgerðarflokkim Smiths hefst á þennan hátt: „Heimurinn skiptist af
sjálfum sér í þjóðir sem hafa hver sitt sérstæða eðh og örlög“. Anthony D. Smith,
Nationalism and Modemism: a Critical Suruey of Recent Tbeories of Natiom and
Nationalism, London: Routledge, 1998, bls. 187. Þríþætt skilgreining Breuillys
hefst á orðunum: „Til er þjóð með afdráttarlaust og einkennandi eðli“, John
Breuilly, Natiamalism and the State, Manchester. Manchester University Press,
1993 [1982].
3 Síðasta atriðið var staðfest í atviki sem átti sér stað um miðjan tíunda áratug 20.
aldar í Hollandi. Flokksformaður jafiiaðarmanna, Thijs Wöltgens, benti á að full-
veldi Hollands þjónaði ekki endilega hollenskum hagsmunum í evrópsku sam-
hengi. Valdamikil þýsk Lander svo sem Bæjaraland eða Norður-Rín-Vestfah'a gátu
vegna áhrifa sinna í Þýska sambandslýðveldinu beitt meiri áhrifum (enda þótt þau
væru óbein) á Evrópumál en Ktið en þó sjálfstætt ríki eins og Holland. Viðbrögð
við þessari ögrandi hugsanatilraun sýndi fram á áhrifaríkt atriði: hollenskum al-
menningi fannst aðalatriðið við hollenskt sjálfstæði (og þar af grundvallarástæðu
fyrir tilvist sjálfstæðs hollensks ríkis) vera tilfinningaþrungin vemdun og viðhald á
„hollensku yfirbragði" en ekki felast í pragmatískri eflingu hollenskra málefna á
alþjóðavísu. Hugmyndin um „hollenskt yfirbragð" var og er illa skilgreind, en fel-
ur í sér menningarlega þætti svo sem lífsstíl, hugarfar, hefðir og tungumál. Frits
Bolkestein, „Nederlandse identiteit in Europa“, Ons erfdeel47/2003, bls. 485-497.