Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 29
MENNINGARARFUR MEÐ STRIPUR
Áfangastaðir í alfaraleið
I skýrslunni Menningartengd ferðaþjónusta er sögunni er skipt í þrjú tíma-
bil. F}TSta tímabilið er Upplýsingasamfélag miðalda sem lýkur um alda-
mótin 1400. Við tekur Tímabil undanhalds og endurreisnar sem varar í önn-
ur fimm hundruð ár og að lokum er Tímabil nútímamenningar sem hefst
um aldamótin 1900. Elsta tímabilið einkennist samkvæmt skýrslunni af
blómlegri ritmenningu og valdamikilh íslenskri kirkju en að mati skýrslu-
höfundar eru íslenskar miðaldir, vegna bókmenntaarfsins, eitt af merki-
legustu þróunarskeiðum í menningasögu heimsins.57 A þessu fyrsta tíma-
bih ríkir heiðríkjan ein en um aldamótin 1400 hrannast kólguskýin upp.
Við tekur langt tímabil „þjóðfélagslegrar hrömunar“ sem einkennist af
slæmum ytri aðstæðum s.s. versnandi veðurfari og flutningi valds og
verslunar úr landi.5S Um þetta segir:
Af þessu tímabili Islandssögunnar hefur að vonum ekki verið
tahð stafa mikilli birtu og ekki örgrannt, að margir fyrirverði sig
nokkuð fyrir þá örbirgð, sem nógar vísbendingar em um að hér
hafi ríkt. Sú mynd, sem oftast er dregin upp af vonleysislegu,
sárafátæku og menningarsnauðu samfélagi, virðist þó ekki styðj-
ast við heimildir. Verður hér athugað hvort greina megi sam-
fellu í menningarstarfsemi þjóðarinnar á þessu tímabili.59
Samfellan finnst í ritmenningunni og eftir að botni hörmunganna er náð
um aldamótin 1800 hefst menningarleg endurreisn þjóðarimtar og kallast
þar á upplýsingin og upphaf sjálfstæðisbaráttunnar. Þriðja tímabilið sem
hefst um aldamótin 1900 einkennist helst af hstum og nútímamenningu,
upplýsingatækni og útrás viðskiptajöffa og stjómmálamanna, einnig af
virkri þátttöku í upplýsingasamfélaginu en ,,[s]vo virðist sem það sé sam-
eiginlegt íslendingum nútímans og þjóðveldisins að taka af mikilli ákefð
þátt í byltingarkenndum breytingum á miðlun upplýsinga“.60
Ramminn sem skýrslan semr um menningu og sögu er gamaldags og
þjóðemislegur. Um töluvert mikla einföldun er að ræða þar sem hugtök
og hugmyndir tuttugustu aldar em notaðar, á aðferðafræðilega vafasaman
S/ Sama rit, bls. 17.
58 Sama rit, bls. 17.
59 Sama rit, bls. 26.
60 Sama rit, bls. 18.
27