Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 11
MENNINGARARFUR MEÐ STRÍPUR
þjóðbúningurinn okkur í að skilja fornðina. Það er í þessu samhengi sem
Valdimar Tr. Hafstein þjóðffæðingur kallaði menningararf sögu í neyt-
endaumbúðum.'
Menningararfur sem sögusýn byggir á upplýsingum sem berast víða
að, meðal annars frá fræðimönnum, stjórnmálamönnum og fjölmiðlum og
stofinunum samfélagsins, eins og skólum og sýningum safna.8 Þó að
margir reyni að hafa áhrif á mótun menningararfsins, ýmist með því að
viðhalda gamalli sögusýn eða með því að framleiða nýja, þá er túlkunin
tihdljanakennd og enginn sem stjórnar henni. Framlag fræðimanna
byggist þó á niðurstöðum kerfisbundinna rannsókna og efasemdum um
ráðandi sögusýn. Þessi aðferðaffæðilega nýsköpun er mikilvæg og aðskilur
fræðaiðkun frá tilviljanakenndri og alþýðlegri sögusýn. A forsendum
þekkingaruppbyggingarinnar komst Helgi Þorláksson sagnfræðingur að
þeirri niðurstöðu að sagnfræði eigi lítið sammerkt með menningararfi.9
Innan sagnfræðinnar á sér stað sífelld endurskoðun á viðteknum sann-
indum, þar sem nýjar rannsóknir leysa þær eldri af hólmi, og rannsókn-
arferlið er opið, gagnsætt og fallt af spurningum og fyrirvörum.10 Þessi
lýsing á við um öll fræði og út ffá sjónarhóli þeirra má því setja fram
ákveðna skilgreiningu sem byggir á þeim mismun sem er á alþýðlegri sögu-
sýn og þekkingaruppbyggingu fræðanna: Menningararfur byggist áfyrirfram
gefinni, einstaklingsbundinni niðurstöðn og á upphafí óhagganlegri niðurstöðu
eða svari. Þess vegna er alþýðleg sögusýn í andstöðu við iðkun fræða sem alltaf
ganga lítfrá spumingu og efasemd og kerfisbundinni leit að nýju svari.
Þessi skilgreining hentar vel til þess að greina þær forsendur sem liggja
að baki starfsemi safha og skilur þau frá alþýðlegri miðlun menningararfs.
Uppbygging þekkingar á söfnum byggist á sömu forsendum og þekk-
ingaruppbygging sagnfræðinnar. Söfn eru opinberar ffæða- og varðveislu-
stofnanir sem starfa á grundvelli laga og alþjóðlegra siðareglna. A söfnum
fer ffam skipuleg söfnun, skráning og varðveisla minja, sem miðar að því
' Vafdimar Tr. Hafstein, ,Menningararfar. Saga í neytendaumbúðum“, bls. 321.
8 Peter Aronsson, „Ett forskningsfált tar form“, Kidturarvens dynamik: det institu-
tionaliserade hdturarvets f&rdndringar. Ritstj. Peter Aronsson og Magdalena Hill-
ström, Norrköping: Tema Kultur och samhálle, Linköpings universitet, 2005, bls.
9-24.
9 Helgi Þorláksson, „Sagnfræði í heimi menningararfs og minninga“, Þriðja íslenska
söguþingið 18.-21. maí 2006. Ráðstefnurit. Ritstj. Benedikt Eyþórsson og Hrafh-
kell Lárusson, Reykjavík: Aðstandendur Þriðja íslenska söguþingsins, 2007, bls.
316-326.
10 Sama rit, bls. 317.
9