Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 171
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
kallast á við athugasemdir Hobsbawms í nýlegri stefhuyfirlýsingu hans
sem þar sem „póstmódemistar“ (og þeir bópar sem eiga uppruna sinn að
rekja til hans: „þjóðemissinnar, femínistar, hommar, blökkumenn og aðr-
ir“) eru með nokkurri biturð sakaðir um að eiga þátt í að verkalýðshreyf-
ingunni sem hann studdi svo innvirðulega hafi ekki farnast vel.21 Aður en
skrif Marx voru gerð að kreddusafhi mátti einmitt finna í þeim stuðning
við gagnrýni - á viðtekin grunnhugtök þjóðhagfræðinnar og þá opinberu
stjómmálasögu sem frjálslyndar borgaralegar stjómir settu fram en einnig
á sín eigin greiningarhugtök. Að fýlgjendur hennar í dag skuli ekki geta
séð tengsl sín við póststrúktúralisma vekur ógn en segir sitt um það hvern-
ig þeir hafa misst sambandið við arfleifð gagnrýninnar. Sjálfsgagnrýni var
mikilvægur þáttur hennar, lífsnauðsynleg Marx og mörgum fýlgjendum
hans.
Gagnrýni
Oft er gagnrýni ranglega áhtin sömu merldngar og bókmenntarýni en
merking fýrmefhda hugtaksins er nákvæmari og kerfisbundnari. Skil-
greining mín er fengin frá bókmenntarýnandanum Barböm Johnson sem
skrifar:
Gagnrýni á kenningakerfi er ekki athugun á göllum þeirra og
annmörkum. Hún er annað og meira en röð aðfinnslna sem em
til þess gerðar að bæta kerfið. Hún er greining sem einblínir á
undirstöðuatriði þeirra möguleika sem kerfið býr yfir. Gagn-
rýni rekur sig aftur á bak frá því sem virðist náttúrulegt, aug-
ljóst, sjálfsagt eða algilt í þeim tilgangi að sýna að umræddir
hlutir eigi sína sögu, sínar ástæður fýrir því að þeir em það sem
þeir em og sín áhrif á það sem af þeim leiðir og þar að auki er
upphafspunkturinn ekki (náttúrulega) eitthvað sem hægt er að
ganga út frá heldur er hann (menningarlegur) tilbúningur sem
yfirleitt er bhndur á sjálfan sig.22
21 Eric Hobsbawn, „Le Pari de la raison: manifeste pour l’histoire“, Le Monde
diplomatiqtte, desember, 2004, bls. 1, 20 og 21.
22 Barbara Johnson, inngangur þýðanda að Jacques Derrida, Dissemination, Chicago:
University of Chicago Press, 1981, bls. xv. Sjá einnig Barbara Johnson, The Wake
ofDeconstntction, Cambridge, Mass.: Blackwell, 1994.
169