Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 113
SAGAN OG SANNLEIKURINN
um. Eins og aðrar vísindagreinar hafði hún það að markmiði að leita sann-
leikans, afla hlutlægrar þekkingar með rannsókn á veruleika fortíðarinnar
eftir ákveðnum reglum og aðferðum. Sagnaritun fyrri tíma hafði einnig
einhvers konar sannleikskröfu að leiðarljósi og er skemmst fyrir okkur Is-
lendinga að minnast orða Ara ffóða Þorgilssonar í Islendingabók sem eru
ein flnsta ástarjátning á íslensku til sannleikshugsjónarinnar: „En hvatki es
missagt es í ffæðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara
reynisk.“8 En sá var munurinn, eins og þýski söguheimspekingurinn Jöm
Riisen hefur bent á, að sannleikskrafa fyrri tíma hvfldi á sagnaritaranum
fyrst og ffemst sem siðferðisskylda: sagnffæðin á að gera gagn og af henni
á að draga lærdóm, en því markmiði verður ekki náð nema með sannri frá-
sögn. Historia vitae magistra, sagan er kennari lífsins.9 Hugmynd nútíma-
sagnifæði um hlutlægni er nokkuð önnur; hún vísar fyrst og fremst til
sambandsins milli frásagnar sagnfræðingsins og fortíðarvemleikans og
stjómast af ákveðnum vitsmunalegum reglum, raxmsóknaraðferðum.
Þekkingarffæði sagnfræðinnar á 19. öld mótaðist aðaflega af tveim
meginstraumum, annars vegar þýska heimildarýniskólanum í anda Rankes
og hins vegar pósitífismanum (sem kaflaður hefur verið raunspeki á ís-
lensku).10 Þessir straumar runnu meira og minna saman þegar komið var
ffam um aldamótin. Upphaf heimildarýniskólans, sem einnig hefur verið
kallaður Berlínarskóflnn eða þýski skólinn í sagnffæði, hefur jafitan verið
tengt nöfiium tveggja prófessora sem störfuðu við Berlínarháskóla á fyrri
hluta 19. aldar, þeirra Bartholds Georgs Niebuhrs og Leopolds von
Rankes. Hugmyndir þeirra um vinnubrögð og aðferðir, ekki síst heim-
ildarýni (þ. Quellenkritik), urðu fyrirmynd í háskólasagnffæði víða í Evrópu
og Ameríku þegar leið á 19. öld. Samkvæmt þeim var sagnfræðin ffæði-
greinin um fortíð mannsins og með því að beita vísindalegum aðferðum,
notkun frmnheimilda og markvissri heimfldarýni, væri hægt að komast að
nokkum veginn óyggjandi sannindum um veruleika fortíðarinnar.
Ahrif heimildarýniskólans bárust víða um lönd og Ranke var settur á
stall sem fyrirmynd nútímalegrar, vísindalegrar sagnfræði. Söguheimspeki
3 Ari Þorgilsson, íslendingabók. Islensk fomrit I. Jakob Benediktsson gaf út. Reykja-
vík: Hið íslenzka fomritafélag, 1968, bls. 3.
9 Jöm Rtisen, History. Narration - Interpretation - Orientation. New York: Berghahn
Books, 2005, bls. 61-63.
10 Sjá umflöllun á íslensku um þróun söguheimspekinnar hjá Lofri Guttormssyni,
„Sagnfræði og félagsfræði. Sambúðarvandamál þeirra skoðuð í sögulegu ljósi“,
Saga XVI (1978), bls. 200-221.