Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 125
SAGAN OG SANNLEIKURINN
hyggst leita svara við. Þetta val ræðst af viðmiðunum sem sagnfræðíngur-
inn hefur tdleinkað sér og fer efrir. Rannsókn stýrist á öllum stigum af fyr-
irfram mótuðum forsendum, hugmyndum, svo og skilningi sagnfræðings-
ins á efininu, en ekki nema að htlu leyti af heimildunum. Rannsókn á
fortíðinni byggist því alltaf á einhverri tilgátu eða kenningu rannsakand-
ans, hversu óljós eða ómeðvituð sem hún kann að vera. I þessum skilningi
er sagnfræðileg þekking ekki hlutlæg, þ.e. hún sprettur ekki eingöngu af
viðfangsefhinu sjálfu. Hugmyndir sagnfræðingsins, hvort sem við köllum
þær tilgátur, gildismat eða fordóma, hafa áhrif á rannsóknina og niður-
stöður hennar.
A5 vita sann á sögunni
Þá stöndum við frammi fyrir spurningunni: Ef sagnfræðileg rannsókn er
svo skilyrt af hugsun rannsakandans sem ofangreind rök benda til, hvaða
rilkall ril áreiðanleika getur hún þá gert? Hversu megnugur er sagnfræð-
ingurinn að gefa sanna mynd af raunveruleika fortíðarinnar?
Sumir sagnfræðingar hafa brugðist við þessu vandamáli með því að
ganga afstæðishyggjunni á hönd og neita því að hægt sé að afla hlutlægrar
þekkingar á fortíðinni, það séu engin bein tengsl milli ffásagnar sagnfræð-
ingsins og veruleika fortíðar. Menn hafa gengið mislangt í slíkri afstæðis-
hyggju, en þeir sem róttækastir eru hafna því beinlínis að til sé ytri veru-
leiki óháður hugsun okkar. Aðrir hafa aðhyllst einhvers konar söguhyggju,
þ.e. að sagnfræðingurinn verði að skoða og túlka viðfangsefhi sitt innan
frá á forsendum þess tíma sem hann er að rannsaka, ímynda sér veruleika
fortíðar, gildismat og viðhorf hennar og losa sig þannig undan viðhorfum
eða hugmyndum sinnar eigin samtíðar. Þessi afstaða stenst ekki nánari
skoðun vegna þess að það er hæpið að sagnfræðingurinn finni einhverja
almenna viðmiðun eða gildismat fyrir hvem tírna, hann stendur frammi
f}uir ólíku gildismati og viðmiðum stétta og hópa. En umfram allt er það
ógjörlegt fyrir sagnfræðinginn að varpa frá sér hugmyndum sínum og
samtíðar sinnar eins og hverri annarri flík þegar hann hefst handa við
rannsókn. Þótt ekki væri nema vegna þess að hann veit hvað á efrir kom þá
hefur hann ákveðna fyrirframskoðun á viðfangsefninu. Þetta er ein helsta
mótbáran gegn hugmynd Collingwoods um að sagnfræðingurinn endur-
lifi hugsanir manna úr fortíðinni.33
33 John Tosh, The Pursiiit of History. Harlow: Pearson Education Limited, 2000, bis.
122.
I23