Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 15
MENNINGARARFUR MEÐ STRIPUR
sem er ráðgert að opna í Njarðvíkum árið 2009. Þar á að kynna sögu
landnáms á Islandi og landafundi í Ameríku. Markhópurinn eru ferða-
menn sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er Víkingaheimum
valinn staður í Njarðvíkum vegna þess.21 Þungamiðja sýningarinnar er
skipið Islendingur sem er eftirlíking af Gauksstaðaskipinu norska, smíðuð
af hvatamanni verkefnisins. Einnig verða til sýnis eftirlíkingar fornminja
sem gerðar voru fyrir farandsýninguna Vikings - The North Atlantic Saga
sem Smithsonian-safnið stóð fyrir árið 2 0 00.22 I raun verða Víkinga-
heimar risavaxin þrívíð myndskreyting á sagnaheimi handritanna, án
allrar sýnilegrar tengingar við sögu landnáms, landafunda eða varðveittar
minjar. Ekki er heldur að finna tengingu á milli verkefnisins og sögu
Njarðvíkur á landnámsöld.23
Víkingaheimum verður því best skipað í flokk skemmtigarða sem hafa
sérhæft sig í að endurgera bókmenntaarfinn. I þeim flokki eru Disneyland
sem hefur túlkað fjölmörg ævintýri og Ævintýraheimur Astridar í Smá-
löndum í Svíþjóð sem myndgerir sögur Astridar Lindgrens. I skemmti-
görðum eru engar tilraunir gerðar til þess að yfirgefa undraheim sagnanna
og forsendur ævintýranna. Starfsemi Víkingaheima er þó ekki ætlað að
takmarkast við heim sagna heldur á að gera ferðamönnum kleift „að
ferðast aftur í tímann allt til ársins 874“.24 Þar með er skrefið tekið yfir í
heim sem markast af kröfu á trúverðugleika og fagmennsku. Ekkert
bendir til að forráðamenn verkefnisins hafi forsendur eða vilja til þess að
uppfylla þær kröfur heldur er einsýnt að markmið þeirra er að viðhalda
eigin sögusýn. Engu að síður hafa Víkingaheimar hlotið 120 milljónir
króna í styrk frá menntamálaráðuneyti á fjárlagalið 02-919 Söfn, ýmis
ffamlög, sem ætlaður er til þess að stuðla að varðveislu, rannsóknum og
miðlun þekkingar á menningarminjum.25
21 Flugstöðin er stuðningsaðili verkefhisins. Liður í samstarfinu er að líkani af líkani
Gauksstaðaskipsins hefur verið komið fyrir á áberandi stað í flugstöðinni. „Líkan
af Islendingi í Flugstöð11, Flugstöð Leifs Eiríkssonar: http://www.airport.is/top/
frettir/437/default.aspx. [Sótt 3. maí 2008.]
22 „Víkingaheimar: Einstæð söguslóðasýning á Fitjum í Njarðvíkum“, Faxi 65. árg.,
3. tbl. 2005, bls. 8-10.
23 Agnes Stefánsdóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, „Fornleifar og efdrlíkingar“,
bls. 107.
24 „Víkingaheimar: Einstæð söguslóðasýning", bls. 10.
25 „Víkinganaust í Reykjanesbæ“, Vefrit menntamálaráðuneytis 27, 2005. Mennta-
málaráðuneyti: http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf_Vefrit/
272005.pdf. [Sótt 1. mars 2008.]
!3