Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 94
SVERRIR JAKOBSSON
fyrir um (einnig með nákvæmni) niðurstöður rannsókna og athugana sem
síðar verða gerðar.“2 Með öðrum orðum, kenningalíkan felm- í sér viðbót
við það sem því er ætlað að útskýra, hugtök og tengsl sem ekki spretta
sjálfkrafa út frá staðreyndum sem verið er að greina.3
I hugmyndinni um „vísindalega aðferð“ felst að staðreyndum er safnað
í miklu magni, rannsakendum miðar yfirleitt jafnt og þétt að réttri niður-
stöðu, og vísindaleg þekking tekur ekki snöggum og gagngerum stakka-
skiptum. I náttúruvísindum hefur þessi hugmynd beðið hnekki á undan-
förnum áratugum. Vísindaheimspekingurinn Paul Feyerabend (1924—
1994) hafnaði t.d. því að kenningar þyrítu að koma nákvæmlega heim og
saman við allar kunnar staðreyndir; engin kenning stæðist slíka kröfu. Auk
þess mátti að hans mati líta á togstreitu kenninga og staðrejmda sem
merki framþróunar og vísindasagan sýni einmitt að eina reglan um ths-
indalega aðferð sem hægt er að verja undir öllum kringumstæðum sé sú að
„allt er leyfilegt“.4 Þessi hugmynd fær stuðning af þeirri sýn á vísindasögu
sem Thomas S. Kuhn (1922-1996) vann brautargengi. Hún ögrar Hð-
teknum hugmyndum um vísindalega aðferð, uppgötvanir og vöxt vísinda-
þekkingar. Þau viðmið sem notuð eru í vísindastarfi geta breyst og gengið
í gegnum byltingar, yfirleitt fyrst hjá fámennum hópi vísindamanna. Þeir
búa að nokkru leyti sjálfir til mælikvarða þess sem er rétt eða rangt, í stað
ytri raunveruleika eða safhi staðreynda sem þaðan eru runnar, áðm' en
þessi viðmið verða ríkjandi í vísindastarfi.5 Vísindaheimspekingurinn Ian
Hacking (f. 1936) hafnar því að til sé vísindaleg aðferð, heldur hafi vís-
indamenn margar leiðir til að spyrja nýrra spurninga og komast að niður-
stöðum; leiðir sem hann kallar rökfærslustíla. Þeir taka ekki við hver af
öðrum heldur bætast smátt og smátt við í tímans rás. Því geta vísinda-
menn nútímans beitt mun fjölbreyttari aðferðum og rökum og glímt við
2 Stephen Hawking, Saga tímans (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins), þýð. Guð-
mundur Arnlaugsson (Reykjavík, [1990] 1999; frumútg. A Brief Histoiy ofThne,
London, 1988), bls. 54. Sjá einnig ítardóm Skúla Sigurðssonar um íslensku þýð-
inguna sem birtist í Hug 3-4 (1990/91), bls. 112-117.
3 Mary Hesse, „Models and Analogy in Science", Encyclopedia ofPhilosophy 5 (1967),
bls. 354-359 (einkum bls. 356).
4 Paul Feyerabend, Against Method: Outline of an Anarchistic Theoty of Rnowledge (3.
útg. London, 1993; ffumútg. 1975), bls. 14—19.
5 Skúli Sigurðsson, „Thomas S. Kuhn (1922[—1996])“, Heimspeki á tuttugustu öld.
Safii merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, ritstj. Einar Logi Vignisson og
Ólafur Páll Jónsson (Reykjavík, 1994), 225-226.
92