Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 179
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
hugsjóna, frumspekilegra hugtaka, saga frelsishugtaksins eða
hugtaksins um meinlætalifhað, saga sem dregur fram tilurð
óhkra túlkana. Meginatriðið er að láta þær stíga fram sem at-
burði í leiksýningu ferlanna.49
Þar sem túlkanir eru viðvarandi ótakmörkuð ferli - afurð af óstöðvandi
þrá manna efdr þekkingu - var sifjafræðin fær um að kalla þessa þrá ffam
en ekki að fullnægja henni. Þegar gengið er að hugmynd sem vísri eða
þegar yfirlýst staðreynd er skilin sem túlkun á raunveruleikanum frekar en
raunveruleikinn sjálfur, er hægt að skrifa sögu hennar með því að tilgreina
virkni hennar og endurreisa gleymda valmöguleika hennar. Hún er þá
ekki óhjákvæmileg afleiðing ffamrásar tímans heldur röð valmöguleika
sem hafa sigrað aðra möguleika og útilokað þá. Niðurstaða rannsóknar af
þessu tagi er sú að opnað er fyrir endurtúlkanir.
Sagan verður „virk“ að því marki sem hún kemur sundurleitn-
inni fyrir í sjálfri veru okkar ... Hún lætur ekkert ffamhjá sér
fara sem ber með sér hinn fullvissandi stöðugleika lífsins eða
náttúnmnar; hún lætur ekki stjórnast af nokkru afbrigði þeirrar
þöglu þrjósku sem stefnir á vit þúsaldarloka. Hún grefur upp
það sem mönnum þóknast að láta hana hvíla á og berst með
kjafti og klóm gegn meintri samfelldni sinni. Það sem þekking-
unni er ekki ætlað að skilja er henni ætlað að skera í sundur.50
Saga sem gagnrýni að hætti Foucaults verkar sem lyfdstöng fyrir óskil-
greinda ffamtíð („grefur upp“ og ,,sker“).
Margir sagnfræðingar, sem átta sig ekki á þeim gagnrýna þekkingar-
fræðilega kraftí sem býr í verkum Foucaults, hafa annaðhvort deilt um val
hans á umræðuefni, skiptingu í tímabil eða staðreyndir (í tilraun til að
draga hann í efa) eða (í tilraun til að líkja eftir honum) lesið verk hans
þematískt sem ákall um rannsóknir á fleiri hælum, fangelsum eða kynferð-
isviðmiðum út ffá samanburðarsjónarhorni. Meðal þeirra sem líkja eftir
honum eru þeir sem nota hugtök eins og „þrá“ eða „sjálfsvera“ sem merki-
miða ffekar en lyftistangir til þess að kanna merkingu. Eða þeir sem ákalla
„valdið“ eins og það væri skilgreinanleg eining frekar en tilbúið samband
49 Foucault, !rNietzsche, Genealogy, History“, bls. 151-2 [íslensk þýðing bls. 225-
226].
50 Sama rit, bls. 154 [íslensk þýðing bls. 227-228].
177