Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 208
JOEP LEERSSEN
ingu og leið þessa áhuga tdl viðurkenningar á sviði fræða og vísinda sé ekki
aðeins samansafn létt\rægra og hversdagslegra tómstundamála eða ein-
kennandi framsetning „siða og venja“, heldur sýni sjálfsmynd þjóðarinnar,
sérkenni hennar meðal annarra þjóða.-’-'
Eg fullyrði að „ræktun menningar“ reisi stoðir undir fræðilegan, skap-
andi og áróðurspólitískan áhuga á tungumáh, munnmælasögum, sögu,
goðsögum og þjóðsögum, spakmælum, fomum ættflokkum og löggjöf,
goðafræði, fornum erfðagripum o.s.frt-. A tilteknum sögulegum tímamót-
um gengst þetta allt undir þýðingarmikla umbret'tingu. Lærð stétt texta-
fræðinga lyftdr þessu úr upprunalegu samhengi sínu og setur það í nýtt
samhengi til hagnýtingar fyrir nútímaþarfir og -gildi. Þessir þættir era
rannsakaðir sem lífræn vaxtarferh og sem rannsóknargögn fjtrir sögulega
afrekaskrá þjóðarinnar sem á forsendum ríkjandi söguhyggju hefur tdl-
hneigingu til að líta á „það sem er með tilliti til þess bvemig það varð“,34
þannig að um þá leika fersk þjóðleg táknkerfi og viðurkenning. Eins og
þessi ferh era flókin er engu að síður hægt að kortleggja þau sem tiltekið
samansafn sjónarmiða, sem gerir okkur kleift að takast á ttíð viðhorf
menningarlegrar þjóðemisstefhu á greinandi hátt frekar en eingöngu
lýsandi.
„Ræktun menningar“ má kortleggja sem samansafn ákveðinna
sjónarmiða
Hugmyndin um að þjóðemisstefna í upphafi a-fasa feli í granninn í sér
ræktun menningar, væri ekki annað en málfræðilegur hringsnúningur ef
hún gerði okkur ekki kleift að öðlast nákvæmari sundurgreinandi skilning
á því í hverju hún felst í raun. Hvað eigum við nákvæmlega við með
„menningu“ og „ræktun“?
Óraunhæft væri að prófa og þröngva fram skilgreiningu á hugmynd-
inni um menningu, sem er alþekkt fyrir að vera breytileg. Flestir lesendur
33 Ég ræði tilfellið nánar í Naúonaal denken in Europa: een culturhistorische schets,
Amsterdam: Amsterdam University Press, 1999 og „Ossian and the rise of literary
historicism“, The Reception of Ossian in Europe, ritstj. Howard Gaskill, London:
Continuum, bls. 109-125.
34 Joep Leerssen, „Literary historicism: romanticism, philologists, and the presence
of the past“, Modem Language Quarterly 65,2/2004, bls. 221-243 og „Ossian and
the rise of literary historicism“, bls. 109-125.
20 6