Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 188
JOAN W. SCOTT
ekki alltaf átt upp á pallborðið, reyndar hafa þær stundum kallað sig
fyrirlitningu þeirra sem halda fullir réttsýni uppi fölskvalausri trú á raun-
verulega og eihfa tilvist ktænna og gerandahluwerk þeirra sem það bjarg
sem hinn eini sanni femínismi htúhr á. Ef við lítum á þessa fyrirlitningu
sem merki um óróleika eða kvíða má einnig Kta á hana sem flótta undan
gagnrýni eða andstöðu við hana. Þessi flótti er mikil sjmd þar sem femín-
ismi hefur í sögu sinni þegið styrk sinn og áhrif af eigin þrá eftir þtd að
grandskoða „grundvallarflokka, aðferðafræði og sjálfsskilning vestrænna
vísinda og kenninga.“81 Ég vil líta svo á að það sé tímanna tákn að sumir
femínistar virðast nú hafa sagt skflið við þessa afstöðu, eða fest hana í sessi
sem storknaða bókstafstrú sem hafnar þeirri stöðugu sjálfsskoðun sem
gagnrýni krefst.
Siðfræði gagnrýninnar
Þrátt fyrir að gagnrýni hafi verið tekið með fyrirvara um að hún sé nei-
kvæð og ópraktísk er hún í raun knúin áfram af þrá eftir brejTÍngum - þrá
sem er ekki alltaf „framsækin“ eða ,pdnstrisinnuð“. Gagnrýni frá hægri er
einnig til, þó að ég hafi hér einskorðað mig við vinstri vænginn. Markmið
gagnrýni er að bæta hlutina. I okkar heimi er þetta oft skflgreint með hlið-
sjón af þeirri vdðleitni að uppfylla hugsjónir lýðræðislegs samfélags -
frelsi, jafhrétti, réttlætd - en að vísu ekki með neina fyrirfram ákveðna
áætlun í huga.
Hugmyndin er sú að allt viðtekið tdirvald - jafnvel það sem bvggist á
þessum hugsjónum - muni leggja svo mikið í eigið vald að það hljótd að
standa á móti nýsköpun og reyna að stöðva söguna. Haldið er í möguleik-
ann á nýrri (og samkvæmt skilgreiningum betri) framtíð (en þessi mögu-
leiki er þó á engan hátt tryggður) ef gagnrýnin fær að halda áfram. Mark-
mið Marx og Adomos um frelsun úr ánauð vom skýr (að auka meðtdtund
og breyta þannig örlögum þeirra sem borgaralegur kapítalismi kúgar), en
það sama má segja um markmið Foucaults þegar hann tókst á hendur að
endursegja frjálslyndar viggasögur sem sögur af tdlurð nýs stjórnarf}TÍr-
komulags valdsins. Markmiðið var að kollvarpa mörkum sem búið var að
Some Preoccupations", Feminists Theorize the Political, ritstj. Judith Butler ogjoan
W. Scott, New York: Routledge, 1992, bls. 121-128.
Seyla Benhabib og Drucilla Comell (ritstj.), Feminism as Critique: Fssays on the
Politics of Gender in Late-Capitalist Societies, London: Polity Press, 1987, bls. 1.
81