Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 183
SAGNRITUN SEM GAGNRÝNI
Frakkland), en þetta er ekki alfarið rétt. Varla er hægt að segja að rit hans
um Grikkland til foma fjalli um „Vesturlönd“ og skrif hans um Iran á tím-
um uppreisnarinnar gegn keisaranum leituðust við að komast til botns í
nýju hlutverki trúarbragða í stjórnmálum þar árið 1978.61 Þrátt fyrir að
fundið hafi verið að verki hans um Sögii kynlífsins fyrir að vanrækja bæði
kyngervi og kynþátt í tilurð orðræðu um kynlífið og myndun kynferðis-
legra sjálfsvera er báðum þáttum í raun gefinn gaumur í verkinu. „Frá síð-
ari hluta nítjándu aldar“, skrifar hann, „var stundum gripið tdl orðræðunn-
ar um blóðtengsl til að auka sagnffæðilegt vægi þeirrar endurlífgunar á
pólitísku valdi sem beitti sér í gegnum gangvirki kyrdífsins. Kynþáttahatur
tók á sig mynd á þessum tíma (kynþáttahatur í sinni nútímalegu, „líffræði-
legu“ og ríkisvæddu mynd).“62 En burtséð frá þessum dæmum er aðalat-
riðið þó á þá leið að andmæh sem miðast við tiltekin umfjöllunareíhi ættu
ekki að koma í veg fyrir að við beitum gagnrýnum hugmyndafræðiverk-
færum hans. Hvort sem hann fjallaði á fullnægjandi hátt um núverandi
kreppu vestrænnar algildisstefhu eða ekki hefur Foucault gert okknr kleift
að hugsa um þessa kreppu og það hvemig skilgreiningar hennar á „vanda-
málinu“ við íslam (til dæmis) hvflir ekki á óbreytanlegum kjarna heldur á
strategískri ráðstöfun hugtaka sem hafa verið öðlast yfirbragð eðlislægra
sanninda við tilteknar sögulegar aðstæður.
Svo virðist sem sumum sagnfræðingum þyki forsendumar sem gagn-
rýnin sagnftæði í anda Foucaults hvílir á óþægilegar, kannski vegna þess
að þær era settar fram á jafh skýran hátt og raunin er, eða kannsld vegna
þess að þær tefla í tvísýnu öllum hugmyndum um að hlutleysi, hreint eða
takmarkað, sé mögulegt. Hvað eigum við þá að halda um sannleikann?
Hvemig getum við fært rök fyrir einu eða neinu ef við getum ekki „sann-
að“ lögmæti máls okkar með því sem nú er í auknum mæh vísað til (í vís-
indum og sagnfræði) sem upplýsinga „byggðra á gögnum“? Eg vildi halda
því fram að í huga Foucaults séu sönnunargögn til staðar. Það em gögn af
toga tungumáls, hugmynda, sem em ekki áhtin endurspegla vemleikann
heldur koma lagi á hann, gera hann sýnilegan, skilvirkan, virkan í stofnun-
61 Sjá Janet Afary og Kevin B. Anderson, Foucault and the Iranian Revolution: Gender
and the Seductions oflslam, Chicago: University of Chicago Press, 2005; sjá einnig
Pankaj IVIishra, „The Misunderstood Muslims“, Nerw York Revievi ofBooks 52,18/
2005, bls. 15-18.
6: Foucault, The History of Sexuality, I. bindi, þýð. Peter Hurley, New York: Vintage,
1980, bls. 149.
181