Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 39
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
kv’enna sem gengur eins og rauður þráður gegnum sögu kvenréttinda-
málsins. Annars vegar hefur konum verið lýst sem manneskjum almennt, ef
svo má að orði komast, og líkum karlmönnum að því leyti. Á hinn bóginn
hefur verið htið á þær sem öðruvísi manneskjur, manneskjux með sérstaka
eiginleika og sérstakt samfélagslegt hlutverk.10
Eins og sagnfræðingar hafa fjaUað um á umrædd þverstæða djúpar ræt-
ur í sögu kvenréttindamálsins. Líta má á kvenréttmdastefnuna sem kröf-
una um að frjálslyndisstefna og einstaklingshyggja nútímans skyldi einnig
ná til kvenna. Konur væru einstaklingar, rétt eins og karlmenn, og í kraftí
þess ættu þær tilkall til borgaralegra réttinda og til að starfa á hvaða sviði
sem væri. Á sama tíma var kvenréttindastefnan einnig grundvölluð á
kynjamismun því að forsenda hennar var að konur berðust fyrir jafnrétti,
einmitt í nafhi kynferðis síns. Ein af grundvallamiðurstöðum kvenna- og
kynjasögu er þannig að kvæméttindakonur hafi allt frá upphafi barist fyrir
kvenréttindum á tvenns konar forsendum, á grtmdvelh „jafhræðis“ armars
vegar og „mismunar“ eða „sérstöðu“ hins vegar.11 Meginröksemdafærsla
kvenréttindakvenna var að bffræðilegt sköpulag kvenna hefði ekki áhrif á
möguleika þeirra til að vera virkar í opinberu lífi og stjórnmálum. Konur
væru jafhmgjar karlmanna og þess vegna ætti að veita þeim pólitísk, borg-
araleg réttindi. A sama tíma börðust konur fyrir réttindum sínum á grund-
velh ríkjandi sérstöðuhugmynda og sögðu að vegna þess að konur væru
10 Nancy F. Cott, The Grtmnding ofModem Feminism, New Haven: Yale University
Press, 1987, bls. 19; Bente Rosenbeck, Kroppempolitik, bls. 51-53; JoanW. Scott,
Only Paradoxes to Offer. Frencb Feminists and the Rights of Man, Cambridge,
Massachusetts: Harvard University Press, 1996, bls. x.
11 Sjá Joan W. Scott, Only Paradoxes to Offer, bls. ix-x; Nancy F. Cott, The Gronnding
ofModem Feminism, bls. 5-6,19, 50; Ida Blom, „Nation - Class - Gender. Scandi-
navia at the Tum of the Century“, Scandinavian Joumal ofHistory 1/1996, bls. 6.
Bandaríski sagnfiræðingurinn Nancy Cott ræðir rætur þessa og segir: „That fe-
minism is a theory about equahty appears most visibly in its goal; as many have
argued, feminism can be seen as a demand to extend to women the individuahstic
premises of the pohtical theory of hberahsm. A cardinal aim has been to end
„speciahzation by sex,“ ... that is, to ... allow them [women] individual choices
...Yet feminism is also a theory about sexual difference, as can be seen in its
method of mobilization, for it posits that women, as women, wih feel the
cohective grievances to push forward toward equahty. As much as feminism
asserts the female individual - by chaUenging delimitation by sex ... pure in-
dividualism negates feminism because it removes the basis for women’s coUective
self-understanding or action.“ Nancy F. Cott, The Grounding ofModem Feminism,
bls. 6.
37