Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 100
SVERRIR JAKOBSSON
gerir öðrum en innvígðum kleift að skilja þá? Eru aðrir valkostir til í stöð-
unni?
I fyrsta lagi gæti sagnfræðingurinn reynt að staðsetja sjálfan sig utan
við umræðu um mannvísindi og samfélagsmál. I öðru lagi gæti hann rætt
við viðtakendur sína út frá öðrrnn sameiginlegum forsendum en kenn-
ingalegum viðmiðum, einhvers konar samhuglægni.
Lítum nú á fyrri valkostinn. Sagnffæðingurinn getur reynt að staðsetja
sig fjarri umræðu um mannvísindi og samfélagsmál. I stað þess að taka
mið af kenningum er hægt að styðjast við „heilbrigða skynsemi'1.25 Þeua
virðist freistandi kostur en í raun er vandk\ræðmn bundið að skilgreina
fyrirbærið „heilbrigð skynsemi“ og gera það að raunhæfum valkosti \nð
notkun kenninga og fræðilegra áhalda. Sjálft hugtakið vekur auk þess upp
spurningar um hvað sé heilbrigð skynsemi og hvort til séu aðrir valkostir,
s.s. sjúk eða leiðinleg skynsemi. Hér á eftir mun ég rökstyðja að heilbrigð
skynsemi grafi undan gagnrýnni hugsun og torveldi kenninganotkun í
sagnffæði.
Víkjum nú að seinni valkostánum. Vissulega á heilbrigð skynsemi
margt sameiginlegt með samhuglægninni sem Gunnar Karlsson hefur
þallað um, nefnilega að í henni felist óumdeildar og sameiginlegar for-
sendur samfélagsins. I kröfunni um samhuglægni felst „að höfundur eigi
að leitast við að velja efhisatriði þannig að lesendur hans felli sömu gildis-
dómana og þeir mundu vita allt sem höfúndur veit“. Þessi krafa verður þó
ekki uppfyllt til hlítar en Gunnar taldi hana gagnlega að því marki „að hún
hjálpar okkur að ræða þessa hluti og finna stað augljósum og grófum hlut-
leysisbrotum“.261 raun er óvíst að hún gagnist við rimn sagnfræði. Gunn-
ar hefur sjálfur gert þann fyrirvara að ekki verði „ædast til þess af neinuin
að hann geri sér grein fyrir áhugamálum og siðferðisviðhorfum komandi
kynslóða“, en er jrfirleitt hægt að gera ráð fyrir nægilegri einsleitni í nú-
tímasamfélögum til þess að koma slíkri reglu við?27 Væri einsleimi af því
tagi æskileg? Samfélög nútímans og síðnútímans einkennast af spennu,
andstæðum og átökum. Tekist er á um grundvallarforsendur mannlegs
lífs, umhverfi og velferð, stríð og frið, andleg og veraldleg gildi. Þar skort-
23 Ingi Sigurðsson, „Sagnffæði og söguspeki“, Mdl og túlkun. Safii ritgerða um mann-
legfræði með forspjalli eftir Pál Skúlason (Reykjavík, 1981), bls. 39-57 (bls. 51).
26 Gunnar Karlsson, „Rrafan um hludeysi í sagnfræði“, bls. 162-163.
27 Sama rit, bls. 163.
98