Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 153
6. NÓVEMBER 1938
við hin ólíklegnstu tækifæri. Hann mjnidaði ekki aðeins fólk við bæjardyr
og gesti sem komu í heimsókn heldur tók hann myndir af fólki við störf í
sveitinni, bændum, smiðum og sjómönnum við vinnu sína og bömum við
leik og störf. í safni hans má einnig finna óuppstilltar myndir af móður að
sinna ungbami og af tíu bömum sem stillt hafa sér upp við líkkistu
föðurafa síns.
Helgi var sjálfur bamlaus en tók margar myndir af systkinabömum sín-
um, ekld síst Guðrúnu sem var elst og hafði sterkan svip.3 Myndirnar af
henni og systkinum hennar vekja strax athygli mína. Þær era ólíkar
flestum öðrum myndum sem ég hef séð af bömum í íslenskri sveit á fyrri
hluta aldarinnar. Fyrirsætumar era öraggar fyrir ffaman myndavélina,
oftast einbeittar og ákvæðnar en stundum iðandi og brosmildar líkt og þær
megi vart vera að því að gera hlé á leik sínum til þess að láta taka af sér
mynd. Ljósmyndimar má meðal annars skoða sem heimildir um umhverfi
Islendinga á þessum tíma, íbúðarhúsnæði, klæðnað, hárgreiðslu, sjálfs-
mynd, samskipti fólks, viðhorf til líkamans og viðhorf þeirra til þess að
láta taka af sér mynd.
Þegar ég flettri möppum með kópíum af ljósmyndum Helga Arasonar
vekur ein mvnd athygli mína urnffam aðrar. Það er myndin af konunni og
bömunum fimm. Eg kemst að því að konan heitir Kristín Stefánsdóttir og
er mágkona Helga. Bömin fimm era böm hennar og Sigurðar Arasonar.
Þvært tdir myndina, sem augljóslega er tekin á glerplötu, hefur myndast
brot. Sjö stórar sprungur hggja þvert yfir ljósmyndina og skera hana í átta
hluta. Fleiri sprangur liggja þvert á myndina og skipta henni þannig upp í
enn fleiri brot. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég horfi á þessa einu
ljósmynd er að á bakvið myndina leynist ef til vill fjölskylduharmleikur.
Sprungumar era líkt og ör eftir sár sem sett hafa mark sitt á heildar-
myndina. Er þetta fjölskylda í molum? Þetta er í það minnsta brothætt
mynd. Ef við tökum hana föstum tökum, handleikum hana óvarlega, er
hætt við að brotin falli hvert ffá öðra og heildarmyndin leysist upp. Ég hef
í sjálfu sér enga ástæðu til að ætla að fjölskylda Helga Arasonar hafi verið í
molum. Þessi ljósmynd fær mig einungis tdl að hugsa um hvort það hafi
3 Við Kennaraháskóla Isiands hafa á hðmim árum verið skrifaðar tvær ritgerðir í
sagnfræði sem fjalla um fjölskyldu Helga Arasonar. Ritgerðimar byggja á viðtöl-
um við tvö af systkinabömum Helga, þau Guðrúnu og Guðjón Jónsböm. Sjá
http://saga.khi.is/torÞ2003/fagurholsmyri_oraefum/ og http://nemendur. khi.is/
hiidrudo/torfverkefhi/.