Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 70
SVANUR KRISTJANSSON
ar var Jón alls ekki þeirrar skoðunar að almennur kosningaréttur eiim og
sér væri töfrauppskrift fyrir lýðræði. Þta fór víðs fjarri að hans mati. Frelsi
væri komið undir frjálslyndi þjóðarinnar, en sannarlegt frjálslyndi væri
ekki til nema sem ávöxtur þekkingar. Hann taldi þekkingarleysi íslenskra
kjósenda standa öllum ffamförum í stjórnarfari fyrir þrifum. Máli sínu tál
stuðnings skaut hann inn í bókina stuttri frásögn af kjörfundi, sem hann
sagði byggða á raunverulegum atburðum (bls. 20-21). A fundinum, sem
háður var í heyranda hljóði, kom ffarn fullkomið þekkingarleysi kjósenda
á ffambjóðendum. Þeir kusu hreinlega út í lofdð eða kusu einhvern sem
hver og einn hélt að einhver annar hefði kosið. Einn kjósandi sagði t.d. í
leikþættinum: „Eg má víst til að fara inn; það er víst komið að mér senn.
Ekki veit ég, hvern ég á að kjósa. Ég held ég megi kjósa þenan sama. Sama
er mér hver það er“ (bls. 21). Eftir frásögnina af kosningafundinum skrifaði
Jón: „Því er nú verr og miðr, að þetta eru engar ýkjur; slíkt má alt of oft
heyra. - En vér viljum spyrja: eru þvílíkt kjósendr? Nei, það væri saurgun á
málinu að nefna þá svo; það eru skynlausir atkvæða-stórgripir“ (bls. 21).
I ritinu er einnig að finna ffumvarp Jóns „til laga um breyting á skil-
yrðum fyrir nokkrum stjórnlegum og borgaralegum réttindum manna“.
Þar lagði hann til að landsstjórnin léti semja kennslubók, sem
á einfaldan, ljósan og auðveldan hátt skýri aðalatriði stjórnar-
skipunar vorrar, að því er snertir landsstjórn, sveitastjórn og
heimilisstjórn. Skal hún innihalda stutt og ljóst ágrip þjóðfé-
lags-siðafræði (,,samfunds-moral“), og séu þar skýrð þau al-
mennu sannindi, er skipun þjóðfélagsins byggist á, svo og inar
helztu meginsemingar þjóðmengunarfræðinnar; einnig skal
henni fylgja stöðulög og stjórnarskrá Islands (ineð skýringum),
sveitastjórnarlögin, ágrip af fátækra-reglugjörðinni og hjúalög-
in (bls. 28).
Að vetrarlagi skyldu prestar, sýslunefndarmenn og hreppstjórar leið-
beina hverjum unglingi 14-20 ára, sem þess óskaði í námi og réttum skiln-
ingi kennslubókarinnar (bls. 28). A vorin skyldu síðan sýslumenn halda
opinber próf að loknu manntalsþingi ásamt tveimur tilHöddum prófdóm-
urum. Undir prófið mætti hver sá ganga, sem væri fullra 15 ára að aldri,
hvort heldur er karl eða kona. Þrjár einkunnir skyldu gefnar fyrir prófið
og mynduðu þær ramma að mismunandi réttindum fólks. Þannig gæti
enginn, karl eða kona, gengið í hjónaband nema hafa staðist prófið og
68