Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 81
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
margar aldir fyrir borð borinn. Það eru einungis 30 ár síðan, að systur
náðu jafnrétti til móts við bræður til arfs.“54 Arið 1883 gaf Þorlákur út rit-
ling undir heitinu Hugvekja til sveitabónda og fjallaði þar um ástandið til
sveita. Hann taldi best að hjón ynnu saman að velferð heimilisins. Hann
taldi reynsluna hafa sannað og sýnt að mörg heimili gætu komist furðu vel
áfram ef konan væri nokkurn veginn það sem hún átti að vera, þótt bónd-
inn væri fákunnandi og jafhvel lítilmenni. Aftur á móti væru fá dæmi þess
að jafhvel fyrirtaksbónda hefði tekist að koma heimilinu vel áfram ef kon-
an var iðjulaus, eyðslusöm og trassi, eða jafhvel eitt af þessu.55
I riti sínu Þingsályktun og þjóðarmein frá árinu 1886 lýsti Þorlákur ís-
lensku þjóðfélagi sem samfélagi fátæktar og vesældar, þar sem fjöldi fólks
væri hnepptur í fjötra sveitarstyrks og þurfamennsku. Hann líkti ástand-
inu við nokkurs konar herleiðingu, sem fáir ættu afturkvæmt úr til frelsis
og óháðrar tilveru. Sorglegast af öllu væri þó að meginpartur óffelsisins
og hins viðvarandi volæðis lenti á mæðrunum, „... þær mega bera krossinn
og það opt svo, að honum er aldrei af þeim ljett til æfiloka.“56
Stuðningur Þorláks og annarra sveitakarla á Alþingi var ekki tilviljun
heldur byggðist hann á sterkri sannfæringu fyrir frelsi og jafnrétti.57 Stað-
fastur stuðningur þorra þingmanna við kvenfrelsi var að mínu mati einn
mikilvægasti þátturinn í að skipa Islandi í fremstu röð þjóða varðandi
kvenréttindi á tímabilinu 1882-1911. Það ástand breyttist hins vegar
54 Alþmgisti'ðindi B (1881), bls. 399.
55 Þorlákur Guðmundsson, Huguekja tilsveitabónda, Reykjavík: ísafold, 1883, bls. 1.
56 Þingsályktun ogþjóðarmein, Reykjavík: Einar Þórðarson, 1886, bls. 19-20.
- Ekki er þarmeð sagt að Þorlákur og aðrir þingmenn hafi sett kvenffelsismál í
forgang eða haft kvenréttindastefnu að leiðarljósi en „... ef aukinn réttur kvenna
sem gegndu karlahlutverkum eða áttu séreignir komst á dagskrá, þá voru flestir
tilbúnir að veita hann.“ Gunnar Karlsson, „Um kvenréttindavilja íslenskra sveita-
karla á 19. öld“, bls. 141. Frjálslyndisstefna Þorláks Guðmundssonar og samherja
hans á Alþingi náði heldur ekki til óskerts atvinnu- og búsetufrelsis. Þannig flutti
Þorlákur og fékk samþykkt á þinginu 1887 lög, sem takmörkuðu búsetu „þurfa-
manna“ í hreppum utan kaupstaða og verslunarstaða, sbr. Alþingistíðindi C
(1887), bls. 164—167; Stjómartíðindi A (1888), bls. 2-5. í umræðum um frum-
varpið lagði Þorlákur mikla áherslu á að búseta eignalauss fólks í þéttbýli lamaði
sjálfbjargarviðleitni þess og möguleika til að standa á eigin fótum. An efhalegs
sjálfstæðis væru menn ekki frjálsir, sbr. t.d. Alþingistíðindi B (1887), d. 787-789,
792-793.
79