Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 49
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
Arabilið frá 1907-1911 er sérstaklega áhugavert í þessu samhengi en
nokkur fjöldi heimilda sem hér verða ræddar vitnar um það að afstaðan til
kvenréttinda hafi verið í uppnámi á þessum árum, og að það hafi gripið
um sig ákveðin óvissa um framtíð hefðbundins kvenhlutverks, bæði meðal
karla og samfélagsins alls. En eins og rætt verður hér á eftir mættu for-
sprakkar kvenréttindamálsins afar jákvæðum viðbrögðum á þesstun árum
og mótstaða virtist lítdl sem engin. Það lýsir vel viðhorfinu á þessum árum
til kvenréttindamálsins að kvennaframboðið í Reykjavík árið 1908 virðist
hafa þótt „bæði sjálfsagt og eðlilegt“ eins og Auður Styrkársdóttir, stjóm-
málafræðingur, hefur sýnt fram á. Hún nefnir sérstaklega að blöð á borð
við Isafold og Þjóðólf sem síðar áttu efdr að fara hamfömm gegn kvenrétt-
indamálinu, hældu konum fyrir samheldnina og vom almennt hin jákvæð-
ustu hvað varðaði stjómmálaþátttöku kvenna á þessum tíma.44
Atburðarás sem leiddi til þess að konur hlutu kosningarétt og kjör-
gengi í Reykjavík árið 1907 er einnig gott dæmi um þetta. A aðeins sjö
mánuðum var það samþykkt, fyrst á borgarafundi Blaðamannafélagsins,
þá á þingmálafundi í Reykjavík og að lokum á sjálfu Alþingi, að giftar kon-
ur í höfuðstaðnum hefðu kosningarétt og kjörgengi. Það vekur sérstaka at-
hygh að í umræðum um fmmvarpið á Alþingi komu fram litlar efasemdir
um að veita þessum stóra hópi kvenna kosningarétt og er engu líkara en
þingheimur hafi tahð það sjálfsagt mál.45
Rannsóknir á íslenskri kvenréttindabaráttu í byrjtm 20. aldar sýna ótví-
rætt að kvenréttindakonur léku lykilhlutverk í því að setja kvenréttinda-
máhð á dagskrá, gera það að póhtísku baráttuefni og þannig leiða það í
höfii. Þær stýrðu þessu ferh ef svo má segja og sigra kvenréttindabarátt-
unnar má því fyrst og fremst rekja til þeirrar úthugsuðu baráttu sem kon-
ur stóðu fyrir á þessum árum.46 En um leið vekur það sérstaka athygfi
hversu reiðubúnir karlmenn vom til að styðja málstað kveméttinda-
kvenna. Karlar á þessum tíma börðust ekki fyrir kvenréttindamálinu á
sama hátt og áður sem bæði hugmyndafræðingar og pólitískir baráttu-
44 Auður Styrkársdóttir, Barátta wn vald. Komur í bajarstjóm Reykjavíkur 1908-1922,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1994, bls. 51.
4- Sjá Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bœrirm vaknar 1870-1940. Fyrri hluti,
Reykjavík: Iðunn, 1991, bls. 415; Sigríður Erlendsdóttir, Veröld sem e'g vil, bls.
8CK82; Alþingistíðindi 1907 B, d. 2535-2560.
46 Sjá Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 25-39; Sigríður Erlendsdóttir, Ver-
öld sem e'g vil, bls. 53-114; Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Doing and Becoming.
Women’s Movements and Wmien’s Personbood in Iceland 1870-1990, Reykjavík: So-
cial Science Research Institute, University of Iceland, bls. 63-88.
47