Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 55
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
indi, sem hingað til hefir verið haldið fyrir öðrum helming mannkyns-
ins.“58 Sigurður Gunnarsson, þingmaður Snæfellinga, tók í svipaðan
streng og sagði að það ætti að „líta á kvennfólkið eins og manneskjur, jafh-
réttháar og karlmenn, og þá verður að veita þeim allan sama rétt og karl-
mönnum.“59 Og Eggert Pálsson sem studdi frumvarp um rétt kvenna tál
menntunar og embætta lýsti þeirri skoðun sinni að umræðan um eðlisfar
kvenna væri öll hin einkennilegasta. Þau rök á móti frumvarpinu væru
„harla undarleg“, sagði Eggert, „að konur geti ekki vegna eðlisfars gegnt
embætti eins vel og karlmenn.“ Slíkur málflutningur væri enda í full-
komnu ósamræmi við almenna reynslu af störfum kvenna: „Konur eru hér
líka yfirsetukonur og þurfa því að ferðast eins og læknarnir, og ber ekki á
öðru en að þeim taldst það. Ef konur geta ekki, ferðalaganna vegna, verið
læknar, geta þær heldur ekki verið yfirsetukonur, það liggur í augum uppi
og þyrfti þá að breyta þessu fyrirkomulagi hér hjá oss og fela karlmönnum
yfirsetustörfin. En það er engin þörf á því.“60
Arabilið ffá 1911-1913 markar þó skil í afstöðu karla tdl kvenréttinda
en það er ljóst að á þessum árum tók kvenfrelsisbaráttan að vekja almenn-
ar umræður og fá á sig víðtæka gagnrýni. Samhliða þessu hljóp nýr og
áður óþekktur kraftur í umræðuna um kvenleikann en segja má að á ára-
bilinu 1911-1913 hafi karlar í fyrsta sinn stigið af krafti fram á sjónarsvið-
ið sem virkir þátttakendur í opinberri umræðu um kveneðli og kvenhlut-
verk.61 Umræða af þessu tagi hafði að sjálfsögðu verið lengi fyrir hendi í
samfélaginu, m.a. í tengslum við umræður um menntun kvenna og borg-
araréttindi, eins og áður hefur verið nefnt. En á árunum 1911-1913 má
segja að hún hafi færst upp á nýtt og áður óþekkt stig. Hún varð almenn-
ari og útbreiddari en áður hafði þekkst og nýjar áherslur tóku að sjást eins
og nánar verður vikið að hér á eftir. Kom þetta fyrst og fremst fram á Al-
þingi en einnig í prentuðu máli, blöðum og bókum.
Spurmngin um tengslin milli hinnar kvenlegu sjálfsveru annars vegar
og möguleika k\renna til að taka þátt í opinberu lífi hins vegar var megin-
efni í umræðunum. Skynsemi kvenna, vitsmuni og dómgreind bar víða á
58 Alþingistíðindi 1911 B II, d. 1015.
59 Sama rit, d. 957.
60 Sama rit, d. 1337.
61 Umræður um bæjarstjómarlög í Reykjavík árið 1907 og um stjómarskrárbreyt-
ingu árið 1909 birta t.d. fremur lidar umræður um kvenhlutverk og kveneðli þótt
vissulega hafi eitthvað borið á þeím þar hka. Sjá Alþingistíðindi 1907 B, d. 2535-
2560 og Alþingistíðindi 1909 B, d. 1430-1459.
53