Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 167
SAGNRITUN SEM GAGNRÝNI
á póstmódemískum tímum, og póststrúktúralismi - sem ekki má rugla
saman við póstmódemisma eins og gert er í textanum frá 1994 sem hér
var vitnað til - er gagnrýnið verklag ætlað póstmódernísku tímaskeiði.
Eins og Elizabeth Deeds Ermarth hefur haldið fram er það „að vera „á
móti“ póstmódernisma ... álíka upplýst afstaða og það var að vera á móti
Galíleó og Lúter: það er athöfn við hæfi hins póstmóderníska Herra
Podsnaps, en hann er persóna úr bókum Dickens sem geysist áfram með
hástemmdu látbragði sem hann vill ekki skilja eða getur ekki skilið."14
Sjónarhorn Ermarth er sagnfræðilegt: póstmódernismi er skeið í fram-
vindu þekkingarinnar (sem einkennist af misleitni, rofi, sundmn) sem býr
yfir tilteknum einkenniskröfum um framsetningu og gagnrýni (við emm
með öðmm orðum ekki lengur stödd á nítjándu öld), og ég vil meina að
póststrúktúralismi standist sumar þessara krafna. Þetta leiðir að seiruu
ástæðunni: póststrúktúralismi er í hópi þeirra gagnrýnu kenninga sem
veittu innblástur til að iðka sagnfræði sem menningarrýni í þeirri mynd
sem þekkist á síðari hluta tuttugustu aldar en þá iðkun þarf að vernda og
styrkja andspænis íhaldssömum byltingartilburðum sem leitast við, jafnt í
akademíunni sem í pólitík, að koma óorði á gagnrýni og kenna hana við
sundrun, ósamhljóm og jafnvel sviksemi. Vinstrimenn sem fagna endalok-
um póststrúktúralismans í nafni „sannleikans“ um upplifanir kvenna,
verkamanna, efdrlendubúa og minnihlutahópa slást óafvitandi í för með
starfsbræðrum sínum á hægri vængnum sem tengja and-afstæðishyggju
við siðferði. Þeir eru ekki aðeins að afsala sér mikilvægu tæki til gagnrýni
heldur eru þeir óðum að verða hluti af því samkomulagi sem þeir ögra í
orði kveðnu. Afstaða mín er í stuttu máli sú að póststrúktúralísk sagnffæði
sé ekki aðeins möguleg heldur nauðsynleg og hafi aldrei verið jafn að-
kallandi og nú.
Andstaða sagnfræðinnar við kenningar
Arás bandarískra sagnfræðinga (líka þeirra sem ættu að vita betur) á
póststrúktúralisma kallar líklega af gömlum vana á langvarandi orðræðu
sem skipar sagnfræði í andstöðu við heimspeki. (Þessi orðræða er ekki ein-
göngu bandarískt fyrirbæri: hún er dæmigerð fyrir uppruna vísindalegrar
sagnfræði á nítjándu öld.) Mín kynslóð drakk hana í sig í framhaldsnámi
14 Elizabeth Deeds Ermarth, „Ethics and Method", History and Theory 43,4/2004,
bls. 61-83, 68.