Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 46
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
kvenna á loftd í sveitarblaðinu Viljanum árið 1880. Konur væru „gæddar
yfir höfuð eins miklum mannkostum og karlmenn“ sagði Jón, „þær hafa
bæði skynsemi og samvisku og öll skilyrði fyrir þta að geta tekið áhrifamik-
inn og góðan þátt í sérhverju andans starfi.“ Jón kenndi uppeldi kvenna
um bága þjóðfélagsstöðu þeirra og sagði að strax frá blautu barnsbeini
væri „á allan hátt lagður grundvöllur til þess að hugsan þeirra verði sú að
verkahringur þeirra nái eigi lengra en í búr og eldhús og moldarveggir
þeirra kofa skuh vera andans sjóndeildarhringur þeirra“.32 En samk\,'æmt
þessu viðhorfi sem hér er rætt var „kvennfólkið ... menn, eins og vjer, sem
hafa tilkall til sömu rjettinda og vjer, og um leið og þær fá þessi rjettindi
verða þær eðlilega að gangast undir sömu skyldur“, eins og Sigurður Jens-
son alþingismaður orðaði það í stuðningsræðu með frumvarpi til laga urn
kjörgengi búandi kvenna til sveitarstjórna árið 1893.31
I málflutningi ffjálslyndissinna sem töluðu fyrir kvenréttindum á síð-
ustu áratugum 19. aldar ber fremur lítt á rökum um séreðli á borð \dð t.d.
að konur væru meiri og betri siðferðisverur en karlmemr.’4 Þó er hæpið að
gera ráð fyrir að þeir karlmenn sem rökræddu á ofannefhdan hátt hafi ekki
gert ráð fyrir sérstöku hluttærki kvenna í samfélaginu, a.m.k. að einhverju
leyti. Skúli Thoroddsen hélt því t.d. fram í ræðu um kjörgengi kvenna á
Alþingi 1891 að málefhi munaðarlausra barna væru best komin í höndum
góðra og ráðsettra kvenna.35 En rökin snerust að verulegu leyti um al-
menna stöðu kvenna sem manneskjur og það órétdæti og þær mótsagnir
sem leiddi af því að þær hefðu ekki sömu samfélagsstöðu og karlmenn.
Að lokum má benda á rannsóknir sænska sagnfræðingsins Ullu Manns
á þátttöku sænskra karla í kvenréttindamálinu á upphafsstigTim kvenrétt-
indabaráttunnar þar í landi. Sýna rannsóknir hennar að allnokkur hópur
karla vann að kvenrétttndamálinu í Svaþjóð á síðari hluta 19. aldar, einkum
áður en sérstök kvenréttindafélög voru stofnuð. I stuttu máli má segja að
það séu á margan hátt sterk líkindi á milli hinna frjálslyndu kvenréttinda-
32 Hér tekið eftir Gunnari Karlssyni, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga, 1977, bls. 197
[leturbr. mín].
33 Alþingistíðindi 1893 A, d. 308. Sjá einnig Alþingistíðindi 1893 C, bls. 166.
34 I málflutningi Olafs Olafssonar fríkirkjuprests er þó að finna skýra undantekningu
frá þessu en athyglisvert er hve jöfhum höndum hann teflir fram siðferðis- og
séreðlishugmyndum og þeim rökum að það sé þverstæða að halda mannréttindum
frá helmingi mannkyns. Sjá Olafur Olafsson, Olnbogabarnið. Um fi-elsi, menntun og
ijettindi kvenna, Reykjavík, 1892.
35 Sjá Alþingistíðindi 1891 B, d. 427-428.
44