Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 99
UM FRÆÐILEG TÆKI OG TÓL í SAGNFRÆÐI
Ef í raunhyggju felst ekkert annað en tiltekin afstaða til staðreynda og
veruleika stenst þetta varla. Að hvaða leyti kemur uppsöfnunarandi empír-
íu og hinnar „vísindaiegu aðferðar“ í veg fyrir að sagnfræðingar noti
kenningar meðvitað? Væri ekki líklegra til árangurs að telja tilgang sagn-
ffæðinnar ekki þann „að finna eilíf sannindi heldur trúverðuga lýsingu og
ffásögn þar sem togstreita lögmálsaga og tilviljana, og samband hins stað-
bundna og víðtæka er í fyrirrúmi“?22 Framsetning kenninga, og jafnvel
lögmála, er því einnig hlutá af starfi sagnffæðings. Arangurinn verður ann-
aðhvort lýsing á strúktúrum og fáguð frásögn eða að ffávik ffá meintum
lögmálsaga eru dregin ffam í dagsljósið, í anda einsögunnar, og þannig
hvatt til frekari sagnffæðirannsókna.
Annars vegar má því líta á kenningar og rökfærslustíla sem ómissandi
tól og tæki til sagnfræðirannsókna sem geti agað og skerpt á rannsóknar-
ferlinu. Hins vegar má hugsa sér að hér sé einungis um hugmyndafræði og
pólitík að ræða í andstöðu við heilbrigða skynsemi. Samkvæmt því væru
kenningar fyrst og fremst íþyngjandi helsi fyrir heilbrigða forvitni og
staðreyndaleit. En má, sé betur að gætt, í raun hafa af þeim meira gagn en
ógagn?
Kenningalaus sagnfræði
Hér er fjallað um sagnffæðikenningar í þeirri merkingu að þær séu fræði-
leg forsagnartæki, viðmið sem sagnfræðingur leggur til grundvallar vali á
rannsóknarefhi, vah á orsakaskýringum og túlkun heimilda og gerð frá-
sagnarforms. Allir sagnfræðingar velja sér bæði rannsóknarefni og orsaka-
skýringar og þar er enginn einhlítur eða hlutlaus mælikvarði tdl.23 Stað-
reyndir og gagnasöfn gefa þar einungis að hluta til tónmn. Túlkun
ffæðimanna á rannsóknarniðurstöðum er „alltaf nýr skilningur á ein-
hverju samhengi því það er það sem sagnfræðingar eru að endurskoða og
reyna að hafa áhrif á með rannsóknum sínum og skrifum“.24 Verða sagn-
fræðingar þá ekki að hafa kenningaleg viðmið og rökfærslustíla sem þeir
leggja til grundvallar vali á rannsóknarefhum og orsakaskýringum sem
22 Skúli Sigurðsson, „Sagnffæðingurinn fljúgandi og óravíddir tækninnar“, bls. 271.
2*' Gunnar Karlsson, „Krafan um hlutleysi í sagnfræði", Sögiislóöir. Afmœlisrit helgað
Ólafi Hanssyni sjötagum 18. september 1919 (Reykjavík, 1979), bls. 145-167 (bls. 157).
24 Lára Magnúsardóttir, „Sérffæðirit og yfirlitsrit“, Saga, 42:1 (2004), bls. 164—170
(bls. 166).
97