Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 181
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
útskýra hvernig gerandinn kemur tdl, hvernig hugtök marka skilning okk-
ar á sjálfum okkur og öðrum, hvernig einkenni og eiginleikar sem eignað-
ir eru ólíkum gerðum fólks verða til, hafa áhrif á hegðun og taka breytáng-
um. í stað hins sjálfráða og viljuga einstaklings frjálslyndrar ein stak-
lingshyggju, sem er gerandi í krafti mennsku sinnar, fáum við einstakling
með sjálf sem er útlistað og hugtakavætt á félagslegan hátt, í tungumálinu,
og er niðurstaða sagnffæðilegra ferla sem þarf að kanna. Foucault greindi
sig frá heimspekingum Frankfurtarskólans, sem voru að hans mati fu.ll-
fljótir á sér að afgreiða mikilvægi hugtaka og hugmynda, með því meðal
annars að leggja áherslu á orðræðuna. Fyrir Foucault var „það að taka tdl-
ht til þess sem einhverjum flýgur í hug, eða mörgum einstaklingum, eða
orðræðunni sem þeir halda uppi, í reynd þáttur í sögunni: að segja eitt-
hvað, er atburður [dire quelque chose est un événement]“
Astæða þess að Foucault talaði um sjálfsveruna en ekki sjálfið var sú að
hann vildi halda á lofd hugmyndinni um ferh sem léti einstaklinga lúta
ákveðnum hömlum en skilgreindi þá um leið sem sjálfviljuga gerendur. Að
þessu leyti hafhaði hann einnig húmanískri skilgreiningu Frankfurtarskól-
ans á sjálfsverunni á þeim forsendum að hún héidi því fram að tdl væri
mannlegt eðh. „Eg held ekki að Frankfurtarskólinn getd fallist á að það
sem við þurfum að gera er ekld að finna sjálf okkar sem hefur týnst, eða
frelsa eðli okkar úr prísund, eða finna grundvallarsannleika okkar sjáifra,
heldur að fara í allt aðra átt... Við verðum að búa eitthvað tdl sem er ekki tdl
ennþá og við höfum enga hugmynd um hvað það verður.“55 Með orðum
Itala sem tóku viðtal við Foucault var aðalatriðið í hans huga „að líta á
uppruna mannsins í sögulegum og sifjafræðilegum skilningi frekar en á
frumspekilegum nótum“.56 Hinn samkynhneigði er lýsandi dæmi.
Foucault vildi meina að þrátt fyrir að kynhegðun sem beindist að sama
kyni hefði verið tdl um aldaraðir væri það nítjándu aldar hugmynd að til-
vera þeirrar manneskju sem stundaði slíka hegðun væri skilgreind af kyn-
hneigð og bæri einkenni „viðsnúnings“ eða „samkynhneigðar“.5/ Tilkoma
sjálfsmyndarinnar gerði samkynhneigða að viðföngum vísinda og við-
fangsefni laga, og létd þannig í té grundvöll fyrir samsömun við heild og á
54 Sama stað.
55 Sama rit, bls. 893.
56 Sama rit, bls. 894.
57 Deilur hafa staðið um þessa tímasetningu. Sjá til dæmis Didier Eribon, Hérésies:
essaissurla théorie de la sexualité, París: Fayard, 2003.
I79