Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 105
UM FRÆÐILEG TÆKI OG TÓL í SAGNFRÆÐI
Sagnfræði sem hafnar kenningarlegri aðkomu og hlutverki rökfærslu-
stíla er óöguð; hún stjómast af ómeðvituðum forsendum og torveldar leit
að svörum við gagnrýnum spurningum. Hún virðist þægileg fyrir sagn-
fræðinginn og viðtakandann. Hún kemur ekki á óvart nema hvað varðar
smáatriði - staðfestir í grundvallaratriðum þá fordóma, öðm nafhi heil-
brigða skynsemi, sem viðtakandinn hafði áður eða sem verkkaupi vill
hampa. Hvernig gat annað verið uppi á teningnum?
Það er þversögn sem sagnfræðingar glíma sífellt við að erfitt, ef ekki
ógerlegt, er að losna úr viðjum gildismats eigin samfélags. A hinn bóginn
getur það einnig talist ögrandi verkefni að verða ekki vanahugsun að bráð
því að hún á það til að úreldast allrækilega. I rannsóknum á hugarfari fyrri
tíma er það ekki síst vanahugsunin sem vekur athygli - hugsunarháttur
fólks sem samsamaði sig gjörsamlega þankagangi eigin samtíðar og er
okkur fullkomlega framandi.
Skarphéðinn Njálsson er hinn dæmigerði einstaklingur blóðhefhdar-
samfélagsins sem sagt er frá í Brennu-Njáls sögu - maður sem jafnan er
tilbúinn til mannvíga til að verja heiður sinn. Fólk á síðari öldum á hins
vegar erfitt með að skilja þetta hugarfar.39 Onnur staðalmynd af þessu tagi
eru nornaveiðarar 17. aldar - menn sem efuðust ekki um tilvist galdra eða
hvernig ætti að bregðast við þeim. Nornaveiðararnir hafa verið fordæmd-
ir á síðari öldum en þeir eru persónur sem voru í sambandi við sína eigin
samtíð - mun fremur en hinir fáu sem þorðu að gagnrýna galdraofsókn-
ir.40
Það sem við greinum í fortíðinni, hvort sem það eru einstaklingar,
hópar eða atburðir, eru einatt frávikin með tilliti til ákveðins bakgrunns,
hegðunarmynsturs eða mælikvarða. Það er t.d. fólkið sem var óvenjulegt á
sínum tíma - sem var á jaðrinum. I því finnum við oft eitthvað sem höfð-
ar til okkar þótt okkur hætti til að gleyma þeirri hlið sem einnig einkennd-
ist af samhuglægni og vanahugsun. Þannig horfum við frekar á boðskap
Krists og Konfúsíusar út frá almennum þáttum - en gleymum þeirri hlið
sem boðaði fylgni við Móselögmál eða þátttöku í helgiathöfnum. I okkar
lestri verða fortíðarhugsuðir eins og Voltaire pínulítið ffjálslyndari en þeir
voru í raun og veru - vegna þeirra þátta í skrifum þeirra sem hefja sig út
39 Sjá þó William Ian Miller, ,Justiíying Skarphéðinn: Of Pretext and Politics in the
Icelandic Bloodfeud“, Scandinavian Studies 55 (1983), bls. 316-344.
40 Ruth Benedict, Pattems of Culture (6. útg. London, 1971; frumútg. 1934), bls.
199.
io3