Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 68
SVANUR KRISTJANSSON
engin veruleg hugmyndaleg andstaða valdakarla gegn frjálshmdri stefnu
og réttindi kvenna voru aukin verulega. Arin 1907-1911 voru reyndar
blómatími frjálslyndrar stefnu og k\renfrelsis. Oflug ktnnnahreyfing sótti
fram og baráttumál hennar um fullt jafnrétti kynjanna hlaut öflugan
stuðning á Alþingi. I síðari kaflanum fjalla ég um bakslag í kvenfrelsisbar-
áttunni árin 1911-1915, sem kom ekki síst fram í því að konur fengu skert-
an kosningarétt til Alþingis og var ákvæði þar að lútandi bundið í stjórnar-
skrá. Eg set fram þá kenningu að þá hafi hafist sókn valdakarla efdr að
einoka völdin í landinu, ótruflaðir af konum. I síðasta kafla greinarinnar
leitast ég við að útskýra þessa þróun frjálslyndis og lýðræðis í landinu á
grundvelli almennra kenninga um lýðræðisbylgjur.
Frjálslyndir karlmenn styöja kvenréttindi og kvenfrelsi
1880-1911
Um miðja 19. öld hófst barátta Islendinga fýrir fullveldi landsins í ríkja-
sambandi við Danmörku. Þorri forystumanna íslendinga í þeirri baráttu,
með Jón Sigurðsson í broddi fýlkingar, höfðu fýrst og ffernst áhuga á
þjóðréttindum Islendinga en létu baráttu fýrir lýðréttindum eftir liggja.
Þannig var Jón Sigurðson beinlínis ósammála röksemdum Johns Stuarts
Mills í riti hans um kúgun kvenna. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
hefur upplýst að Jón hafi gefið „gaum vaxandi umræðum um réttindi
kvenna .... En hann er maður síns tíma. Jón er sömu skoðunar og flestir
karlmenn af hans kynslóð, að staða konunnar sé inni á heimilinu þar sem
hún eigi að þjóna eiginmanni sínum og börnum.“10
Um og eftir 1870 fara að blása ferskir vindar frjálslyndis í stjórnmálum
landsins. Forystukonan mikla, Bríet Bjarnhéðinsdóttir (f. 1856), lýsti
breytingunni þannig:
lagningar, ritstj. Irma Erlingsdóttir, Reykjavík: Rartnsóknastofa í kvenna- og kynja-
fræðum, 2004, bls. 127-147. Greining mín byggist talsvert á þessari rannsókn
Gunnars. Nýlega greiningu á afstöðu íslenskra karlmanna til kvenfrelsis og
kvenréttinda í upphafi 20. aldar er að finna í: Sigríður Matthíasdóttir, „Lige-
stillingen“, Man i Norden: manlighet och modemitet 1840-1940, ritstj. Jörgen Lor-
entzen og Claes Ekenstam, Svíþjóð: Gidlunds Förlag, 2006, bls. 229-258.
10 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson -Ævisaga II, Reykjavík: Mál og menning, bls.
443; sjá einnig bls. 387-388.
66