Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 79
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
Framgangur frjálslyndrar stefiiu
A fyrstu árum 20. aldar fékk kvenfrelsisbaráttan mikinn byr í segiin. Karl-
ar og konur tóku höndum saman um tryggja réttindi kvenna til jafns við
karla. Með heimastjórninni 1904 gafst Alþingi meira svigrúm til að vinna
að réttindamálum kvenna. Arið 1911 markaði hér tímamót. Þá samþykkti
Alþingi lög um jafnan rétt kvenna sem karla til embættisnáms, námsstyrks
og embætta.45 A þingi töluðu nokkrir þingmenn gegn því að konur gætu
orðið prestar. Jón Þorkelsson, þingmaður Reykjavíkur og landsskjalavörð-
ur, taldi prestdóm kvenna stangast á við kirkjulög, kristnirétt og stjórnar-
skrá.46 Þá fullyrti Jón að ef lögin næðu staðfestingu konungs þá væri það
staðfest stjórnarskrárbrot.4, Flutningsmaður, Hannes Hafstein ráðherra,
vísaði fullyrðingum Jóns Þorkelssonar á bug og sagði að til þess að um
brot á stjórnarskrá væri að ræða þyrfti fyrst að sanna að hin evangelísk-
lútherska kirkja gætd ekki staðist, ef konur fengju prestsembættd. I þá átt
hefði ekki heyrst nein rödd.481 neðri deild var þriðja grein frumvarpsins,
sem fjallaði um embættdsgengi kvenna, samþykkt með 18 atkvæðum gegn
fjórum, en aðrar greinar voru samþykktar samhljóða.49 I effi deild var
frumvarpið samþykkt óbreytt.50 Konungur staðfestd síðan ffumvarpið sem
gefið var út sem lög landsins.51
Sama Alþingi (1911) samþykktd einnig þingsályktunartdllögu um að
konur skyldu hafa kosningarétt og kjörgengi tdl jafns við karla.52 Enn var
Island í ffemstu röð og í röðum valdamanna var víðtækur stuðningur við
kvenréttdndi og kvenffelsi. Rökstuðningur karlanna var samt nokkuð mis-
munandi og rétt að skoða þær nánar, sem og þá karlahópa, sem eindregið
studdu málstað kvenna.
Frumkvöðlar ffjálslyndrar hugmyndaffæði áttu það sameiginlegt að
vera undir miklum áhrifum frá upplýsingastefnunni. Þeir trúðu á skyn-
semi mannsins og börðust fyrir réttindum og frelsi einstaklingsins til orðs
45 Lögin er að finna í Alþingistíðindi A (1911), bls. 294.
46 Sbr. Alþingistíðindi B II (1911), d. 1333.
47 Sama rit, d. 1342.
48 Sama rit, d. 1343.
49 Sbr. sama rit, d. 1340.
50 Sbr. Alþingistíðindi B I (1911), d. 699-701.
51 Sbr. Stjómartíðindi A (1911), bls. 238-239.
52 Alþingistíðindi A (1911), bls. 1190, þskj. 934.
77