Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 124
GUÐMUNDUR JÓNSSON
Ég held að þarna hafi óskhyggja ráðið meiru en kalt mat hjá Arthur
Marwick, því þótt afstæðishyggju póstmódernismans sjái ekki víða stað í
ritum sagnfræðinga þá hafa viðhorfin til sagnffæðilegrar þekkingar breyst
hjá mörgum sagnfræðingum. Þessar breytingar verða ekki allar raktar til
póstmódernismans, en hann hefur samt átt þátt í endurmati á þekkingar-
fræðilegum viðhorfum í greininni á undanförnum árum. Hér má nefna að
póstmódernistar hafa aukið meðvitund sagnfræðinga um að tungvunálið sé
félagsleg afurð og bæði orðaforði og orðræðuhefð hafa áhrif á frásögn og
túlkun sagnfræðingsins. I öðru lagi er vaxandi skilningur á þ\a að texti sagn-
fræðinga hefur ávallt ákveðna bókmenntalega eiginleika sem ekki hafa með
vísindi að gera heldur rithefðir. Þessi meðvitund hefur ýtt undir ýmiss kon-
ar tilraunastarfsemi með texta, stíl og efihsuppbyggingu í verkum sagnfræð-
inga. I þriðja lagi hefur póstmódernisminn dregið athyglina að mikilvægi
valds í mannlegum samskiptum - þar á meðal í heimi ffæða og vísinda.
I fjórða lagi - og það sem mestu máli skiptir fyrir viðfangsefhi þessarar
ritgerðar - hefur póstmódernisminn komið af stað stríðri umræðu og end-
urmati á hludægnishugtakinu. Ekki leikur vafi á því að vísindahugmynd
pósitífismans hefur orðið hart úri í ffæðilegum deilum á undanförnum
áratugum, en rétt er að hnykkja á því að hnignun hans hófst löngu fyrir
daga póstmódernismans. Sagnfræðileg þekking er sem sagt ekki talin eins
örugg og hlutlæg og áður hefur verið haldið ffam. Hugmynd pósitífism-
ans um hinn óháða, hlutlausa sagnffæðing sem sviptir hulunni af fortíð-
inni með rannsókn á frumheimildum stenst ekki nánari skoðun. Þegar
hugvísindin tóku rannsóknarmódel náttúru\úsindanna sér til fyrirmyndar
á 19. öld, litu þau ffam hjá þeirri sérstöðu sem hin ýmsu fræði höfðu. Það
var eins og pósitífistar gerðu ráð fyrir að sagnffæðingurinn félli í trans
þegar hann hæfi rannsókn sína, hreinsaði hugann af öllum fordómum og
fyrirffamskoðunum um efnið, fægði spegil hugans og endurspeglaði síðan
fortíðina með hjálp heimilda.
Þessari hugmynd virðast æ fleiri sagnff æðingar orðnir afhuga. Þeir eru
reiðubúnari en áður að viðurkenna margvísleg huglæg áhrif á starf fræði-
mannsins og fyrr í þessari grein voru nefndir nokkrir helsm áhrifavaldar:
hagsmunir, áhugi, hugtök og kenningar, gildismat. Sagnfræðingar afla
ekki þekkingar með því einfaldlega að safha saman staðreyndum með að-
leiðsluaðferð og óháðri athugun. Sagnfræðileg rannsókn stjórnast af margs
konar vali - vali á viðfangsefni, vali á heimildum, vali á staðreyndum og
vali á túlkunum - út ffá ákveðnum spurningum sem sagnffæðingurinn