Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 165
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
trúnaðarpostular hafa ásamt blaðamönnum, stjórnmálamönnum og al-
mennum menntamönnum lýst því yfir að þessi kenning sé dauð. Og að
ekki sé nóg með að hún sé dauð heldur sé það af hinu góða þar sem hún er
talin ábyrg fyrir siðfræðilegum glappaskotum af ýmsum toga, allt ffá
hnignun fræðilegra staðla (ritstuldi, virðingarleysi fyrir nákvæmni stað-
reynda, róttækum efasemdum um sannleika og möguleika á hlutleysi) til
duttlunga fjölmenningar (óeiningar, missis á samræmi og sameiginlegum
fókus), eyðingar móralskrar miðju samfélagsins, endaloka pólitískra hreyf-
inga verkamanna og umburðarlyndis gagnvart brotum gegn algildum
mannréttindum í nafni menningarlegrar afstæðishyggju og jafnvel gagn-
vart hryðjuverkaárásunum þann 11. september í New York og Washing-
ton D.C.9
Þeir sem gleðjast yfir fráfalli póststrúktúralisma (og hér mætast hægri
og vinstri) eiga það sameiginlegt að þrá vissu, öryggi og stöðugleika.
,Jafnvægi“ og „hlutleysi“ eru slagorð pólitískra íhaldsmanna í Bandaríkj-
unum sem eru mótfallnir því, í nafiii réttinda námsmanna, að kennarar tjái
skoðanir eða sjónarmið í skólastofum.10 Sérstaklega er þetta greinilegt í
Miðausturlandafræðum, sem eru undir eftirliti hægrisinnaðra stuðnings-
manna núverandi Israelsstjórnar, en einnig í mörgum námskeiðum þar
sem fjallað er um ójöfnuð eða félagslegt réttlæti. I allmörgum greinum
hugvísinda og félagsfræða hafa menn leitað sér skjóls í vísindalegum rann-
sóknarfyrirmyndum í þeim tilgangi að láta huglægt mat víkja fyrir bein-
hörðum staðreyndum. Þá hafa markalínur þess sem eitt sinn voru sundr-
andi íhlutanir vinstri vængsins einnig lokast: kenningar sem eitt sinn
hvöttu til nýsköpunar eru reglufestar, rétttrúnaði er þröngvað upp á svið
eins og kvennafræðin sem áður voru til vandræða.
Leitin að öryggi tekur á sig ýmsar myndir meðal sagnfræðinga: endur-
nýjuð áhersla á raunhyggju og megindlega greiningu, endurhæfing hins
óháða viljuga viðfangs sem fulltrúa sögunnar, frumskilyrði pólitískra flokk-
ana samsemdareiginleika eru dregin ffam með sönnunargögnum sem sótt
9 Sjá til dæmis Emily Eakin, „The Theory of Everything, R.I.P.", New York Times,
17. október 2004; Jonathan Kancell, ,Jacques Derrida, Abstruse Theorist Dies in
Paris at 74“, New York Times, 10. október 2004; Edward Rothstein, „An Appraisal:
The Man who Showed us How to Take the World Apart“, New York Times, 11.
október 2004.
10 Þegar þetta er ritað (2006) er frumvarp í bígerð í löggjafarþingi Arizona-fylkis
sem veitir námsmönnum rétt til að velja sér túlkun sem er þeim meira að skapi en
þau viðhorf sem miðað er við í námsáætlunum námskeiða.
i63