Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 48
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
sögu íslenskrar kvenréttindahreyfingar í þessu ljósi, þótt hafa verði í huga
að íslensk þjóðfélagsþróun og þróun íslenskrar kvenréttmdahreyhngar er
um margt frábrugðin því sem gerðist í Svíþjóð. I það minnsta er ljóst að
þróunarlínur innan íslenskrar kvenréttindahreyfingar voru að því leyti
hliðstæðar þeirri sænsku að í byrjun 20. aldar var kvenréttindamálið kom-
ið á könnu íslenskra kvenna fyrst og fremst. Karlar voru þó áfram meðal
aðalleikenda í kvenréttindamálinu þótt hlutverk þeirra tæki verulegum
breytingum.
Karlar sem stuðningsmenn
Vegna valdastöðu karla í samfélaginu léku þeir lykilhlutverk í baráttunni
fyrir kvenfrelsismálinu. Það var í gegnum þá sem leiðin til kvenifelsisins
lá. Eins og sænski sagnfræðingurinn Christina Florin bendir á þá var
stuðningur karlmanna forsenda þess að konur fengju kosningarétt. Kosn-
ingarétturinn var háður samþykki karlmanna sem höfðu allar valdastofn-
anir í sínum höndum, hvort sem það var ríkisstjórn, þing, embættis-
mannakerfi, réttarkerfi o.s.frv.42 Það var þannig úrslitaatriði fjudr
framgang kvenréttindamálsins að það væru karlmenn í valdastöðum sem
fengjust til að taka málið upp og greiða götu kvenna þótt þeir tækju sér
ekki stöðu sem baráttumenn eða femínískir aktívistar. Um viðhorf þcssara
karla er þó einna minnst vitað af þeim hópum karla sem hér eru ræddir
enda hefnr hann lítið skilið eftir sig af heimildum um afstöðu sína til máls-
ins. Almennt verður því að greina afstöðu hans út frá öðrum heimildum
en hann sjálfur hefur látdð eftir sig.
Fyrstu tveir áratugir 20. aldarinnar skiptu sköpum fyrir réttindabaráttu
kvenna. Formleg staða kvenna í samfélaginu tók algerum breytingum á
örfáum árum (1907-1911) en árið 1907 fengu giftar konur kosningarétt
og kjörgengi til bæjar- og sveitarstjórna í Reykjavík og Hafharfirði og
sömu réttindi á öllu landinu árið 1909. Arið 1911 var rétturinn til mennt-
unar og embætta samþykktur á Alþingi og ennfremur stjórnarskrárbreyt-
ing um að konur skyldu fá kosningarétt. Eins og kunnugt er varð sú breyt-
ing að lögum árið 1915.43
42 Christina Florin, „Mán som strategi. Röstráttskvinnornas informella vágar till det
politiska medborgarskapet", An miin dá? Kön och feminism i Sverige under 150 ár,
ritstj. Yvonne Svanström og Kjell Ostberg, Stokkhólmur: Atlas, 2004, bls. 54.
43 Sjá Sigríður Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Islands 1907-
1992, Reykjavík: Kvenréttindafélag íslands, 1993, bls. 80-82, 108-114, 125-138.
46