Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 96
SVERRIR JAKOBSSON
fræðingar nota t.d. lotukerfið eða stdpaðar formgerðir við efiiagreiningu
og smíði nýrra efnasambanda.
Vissulega getur mismunandi safn rökfærslustíla verið ríkjandi meðal
sagnfræðinga og annarra vísindamanna, t.d. í náttúru- og félagsvísindum.
En er hægt að fullyrða á grundvelli þess munar að tdnnubrögð sagnfræð-
inga séu ókenningaleg? Svarið tdð þessari spumingu skiptir máli þar sem
því hefur verið haldið fram að meðal sagnfræðinga sé andstaða við kenn-
ingar algeng.11 A hinn bóginn hefur því einnig verið haldið fram að alhr
sagnfræðingar beiti kenningum við rannsóknir sínar „þó svo að það sé
gert af mismikilli einbeitingu og tiltrú á opinberunareiginleikum
þeirra“.12 Gæti verið að sagnfræðingar 'vdnni með kenningar og rökfærslu-
stíla án þess að vera fylhlega meðtdtaðir um það? Til að svara þessari
spumingu og þokast þannig í átt að svari við lykilspummgu greinarinnar
sakar ekki að líta nánar á vinnubrögð sagnfræðinga; hvemig þeir velja sér
rannsóknarefni, hvernig þeir komast að niðurstöðum og hvemig þeir
miðla þeim sín á milli og til annarra.
Hvemig vinna sagnfræðingar?
Mikilvægur þáttur í greiningu á kenninganotkun sagnfræðinga og rök-
færslustílum þeirra er að slá því föstu hvað sagnfræðingar ætla sér með
starfi sínu og hver vinnubrögð þeirra séu. Hlutværk sagnfræðinga er að
svara spurningum um fortíðina, benda á mikilvægar spurningar sem á eft-
ir að svara, hugleiða hverjar séu forsendur þess að spyrja megi nýrra
spurninga, gera ljóst samband staðrejmda og formgerðar fyrri alda og
miðla þessu sambandi í formi ffásagnar.
Sjálfstæði sagnfræðinga eru sífellt skorður settar. Þeir rannsaka til að
mynda efhi sem aðrir hafa beðið þá um að skoða fyrir sig. Þeir geta t.d.
verið ráðnir í tiltekin verkefni af verkkaupa, sem geta svo haft afar mis-
munandi hugmyndir um tdl hvers þeir ætlast og hvert svigrúm fræði-
mannsins á að vera. Stundum varpa sagnfræðingar spurningum sín á milli.
Síðan móta sagnfræðingar sér alltaf eigin efhistök. Oft Hnna sagnfræðing-
11 Peter Burke, Histoiy and Social Theoty (Cambridge, 1992), bls. 1; Árni Daníel
Júlíusson, „Hin þrjú andlit Klíó. Atökin í sagnfræðinni", Hvað er sagnfræði?, bls.
14—25 (einkum bls. 16).
12 Sigurður Gylfi Magnússon, Sögustríð. Greinar og frásagnir um hugmyndafræði
(Reykjavík, 2007), bls. 148.
94