Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 140
RÓBERT H. HARALDSSON
sjónarhornshyggjuna er að hún læðir að okkur hugmyndinni um íþyngj-
andi takmarkanir sem þó reynast þegar á hólminn er komið ekki raun-
verulegar takmarkanir.
I öðru lagi vil ég nefna að ofuráhersla á sjónarhornið ýtir undir að
gerður sé alltof skarpur greinarmunur á hinu huglæga (e. subjective) og
hlutlæga (e. objective). Þessu tvennu er stállt upp sem afarkostum og við
erum beðin um að velja. Hið hlutlæga er sagt veita þekkingu, hið huglæga
ekki. En við þurfum ekki að velja á milli þessara tveggja afarkosta. Sú
hugmynd að huglægni sé leið að þekkingu er hversdagsleg og vel þekkt af
vettvangi dagsins og úr fræðunum. I bókinni Leitin að tilgangi lífsins efdr
Viktor Frankl rakst ég t.d. á þessa tilvitnun: „Eina leiðin til að skilja aðra
manneskju til hlítar er að elska hana. Enginn getur gert sér fullkomlega
grein fyrir innsta kjarna annarrar manneskju nema með ást.“14 Hér
hamlar hið huglæga (ástin) ekki þekkingar- og skilningsleit heldur er
beinlínis forsenda hennar. Og sagnffæðingar hafa, eins og kunnugt er,
mótað aðferðafræði sem hHlir bókstaflega á þeirri staðrejmd að við erum
huglægar verur og þeir hafa gert það án þess að slá af vísindalegum kröf-
um.15
Loks vil ég nefha sem þriðja veikleika sjónarhornshyggjunnar hve mjög
hún hefur útvíkkað hugtakið sjónarhom. Við vitum næsta lítáð um það
hvernig við eigum að beita svo alhæfðu hugtaki og hætt er á að ruglandin
verði allsráðandi. Nær væri að sveigja þekkingarfræði okkar aftur að hinu
hversdagslega hugtaki sjónarhom. James Conant hefur nefnt fimm höf-
uðeinkenni sem virðast lýsa rökgerð þessa hversdagslega hugtaks. Sam-
kvæmt þeim hugmyndum er sjónarhom: „(1) eitthvað sem við gemm breytt
að vild, (2) það veitdr sýn til hlutar, (3) það hefur ákveðna staðsemingu í
fylki [matrix] annarra mögulegra sjónarhorna, (4) hin ólíku sjónarhorn
deila sameiginlegum hlut (eða mengi hluta), (5) saman mynda sjónar-
hornin, sem kerfi, þekkingu og gera okkur kleift að leiðrétta afbakanir og
leggja rétt mat á stöðu hlutar (eða mengi hluta) í rúmi og tengslum
hans.“16 Með því að sveigja hið frumspekilega hugtak sjónarhom (í sjónar-
hornshyggjunni) aftur að hinu hversdagslega hugtaki gemm við endur-
14 Vlktor E. Frankl, Leitin að tilgangi lífsins. Reykjavík: Háskólaútgáfan/Siðffæði-
stofnun, 1996, bls. 99.
15 Sjá t.d. R. G. Collingwood, The Idea ofHistory. Oxford: Clarendon Press, 1946.
16 James Conant, „The Dialectic of Perspectivism, P‘, bls. 15, leturbreyting þar.
138