Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 168
JOAN W. SCOTT
þar sem okkur var sagt að auk þess að glósa nákvæmlega og gefa upp
heimildir og blaðsíðutal á hverju spjaldskrárspjaldi væri vandlega samsett
verkfærasafn það eina sem við þyrftum til að átta okkur á fortíðinni. Allt
sem gengi lengra en þetta hvað kerfissmíð og ströng Mnnubrögð snerti
yrði til þess að afbaka sannleikann og þarlægja okkur með óverjandi hætti
frá upphfunum fólksins sem við þyrftum að skilja. Jafnvel þegar við þáðmn
innblástur af Eric Hobsbawn og E.P. Thompson stafaði það oftar en ekki
af því hversu frumlegir þeir voru í skjalaveiðum sínum, svo og af því að
þeir voru marxistar - og það á sjöunda áratugnum, blómaskeiði náms-
manna- og samfélagshreyfinga. I Bandaríkjunum snerist félagsleg sagn-
fræði um að varpa ljósi á líf „hins venjulega manns“ - og síðar konu. Og
oft á tíðum fléttaði hún saman megindlegar aðferðir (byggðar á forsend-
um hludeysis) og væntingar um byltingu eða í það minnsta umbætur.
Vissulega höfðu sum okkar pólitísk markmið og ég fer ekki í grafgötur
með viðvarandi mikilvægi þeirra: að vekja athygli á lífi þessa fólks, gera
það sýnilegt, og vega þar með upp á móti þeirri skráningu forréttinda og
valds sem yfirleitt útilokaði það, og opna þannig fyrir aðgerðir í samtím-
anum sem byggjast á samsömun við dæmi úr fortíðinni.15 En áherslan var
á það sem var líkt með okkur og fortíðinni, en ekki á það sem var óbkt, á
samhengi og á algildi flokka, svo sem stétt, kynþátt og kyn. Onnur bylgja
femínisma gagnrýndi útilokun kvenna en hafði ekki mörg orð um ffam-
setningu sagnfræðilegra kenninga um hana. I þeim kenningum sem not-
aðar voru var oftast skírskotað til algilds skipulags feðraveldis og yfirráða
karla. „Kyn“ fékk meira að segja fljódega, ef ekki sömu merkingu og
„konur“, þá sömu merkingu og hið gamalkunna misrétti í sambandi kynj-
anna. Þetta var hentugur merkimiði og notkun hans veitti okkur hugarró í
stað þess að trufla okkur og breytti spurningum í svör áðm' en að þeirra
hafði verið spurt.16
„Hludeysi“ hefur þó verið allra efst á baugi. Auðritað er riðurkennt að
raunverulegt hludeysi sé ómögulegt en markmiðið er að komast eins ná-
lægt þri og hægt er. Að öðrum kosti á að láta líta út fyrir að maður sé ná-
lægt því, og þeim áhrifum má ná með þri að forðast hvers kyns vott af
13 Áhrifamikla gagnrýni á þetta atriði er að finna hjá Jacques Ranciére, La Nuit des
prolétaires: Archives du réve ouvrier, París: Fayard, 1981. Sjá einnigjoan W. Scott,
„The Class We Have Lost“, Inteniational Labour and Working Class Histoiy 57/
2000, bls. 69-75.
16 Joan W. Scott, „Preface", Gender and the Politics of Histoiy, 2. útg., New York:
Columbia Press, 1999.