Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 148
RÓBERT H. HARALDSSON
Onnur almenn athugasemd sem vert er að gera við hversdagslegar
efasemdir sagnffæðingsins um mikilvægi sannleikskröfunnar f)TÍr sagn-
fræði er sú að oft er það ekki sjálf sannleikskrafan, eða krafan um að vera
raunveruleikanum trúr, sem veldur vandræðum. Skoðum i^nst tengsl
sannleikskröfunnar og hinnar óæskilegu kröfu sem páfar þessa heims gera
um óskeikulleika sér til handar. Sumir túrðast telja að til að slá kröfuna um
óskeikulleika út af borðinu þurfi að losna \úð sannleikskröfuna. Hugsunin
virðist vera sú að sá sem hafi uppgötvað sannleikann, fundið út hvernig
hlutirnir í raun eru, geti, í krafti sannleikans og raunveruleikans, lýst yfir
algerri og endanlegri \fissu og þannig tekið að sér hlutverk hins óskeikula
páfa. Efasemdir um að maður hafi höndlað sannleikann séu á hinn bóginn
merki um auðmýkt og virðingu fýrir öðrum leitandi einstaklingmn.
Alyktunin sem hér liggur til grundvallar virðist vera eftirfarandi:
X segist alveg viss um eitthvert efni (hefur alls engar efasemdir).
Þar af leiðir: X hefur gert kröfu um óskeikulleika.
En þessi ályktun virðist röng. Sá sem segist vera alveg viss um eitthvert
efni, og að honum læðist engar efasemdir, hann hafi uppgötvað sann-
leikann, hefur ekki þar með gert noVkurt tilkall til óskeikulleika, hvað þá
að hann hafi talið sig óskeikulan páfa. Krafan um óskeikulleika kemur þá
fyrst við sögu þegar viðkomandi neitar að virða rétt annarra til að gagn-
rýna hans eigin afstöðu. Við ættum ekki að útiloka gagnrýni jafnvel þegar
við erum s)z\í alvegviss um að hafa höndlað sannleikann. Retmslan kennir
okkur að við höfum stundum rangt fyrir okkur þegar við erum alveg viss,
og þegar fáránlegt væri að efast. En þá má spyrja: Er ekki áherslan á sann-
leikann einmitt til þess fallin að menn boði eigin sannfæringu sem algilda
sannfæringu fýrir aðra og vilji útiloka alla gagnrýni? Svo þarf auðvitað
ekki að vera. Mikilvægt er að efast um sannar skoðanir m.a. til þess að
draga ffam forsendur þeirra og, líkt og John Stuart Mill benti á, til að fá
fjörmeiri mynd af sannleikanum.29 Efasemdir eru sannarlega mikilvægar
en þær eru ekki algilt meðal frekar en annað í þessum heimi. Ymsar efa-
semdir eru, eins og bent hefur verið á í þessari grein, þess eðlis að best er
að bægja þeim frá sér og halda áffam með sitt hversdagslegt líf.
29 John Stuart Adill, Frelsið. Þýð. Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1970, einkum kafli 2.
146