Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 118
GUÐMUNDUR JÓNSSON
ir sem hægt er að athuga og skrá heldur hafa „hugsunarhhð". Markmið
sagnfræðinnar sé ekki aðeins að komast að því sem gerðist heldur hvaða
hugsun er fólgin í atburðinum. Til þess að skilja og útskýra þennan atburð
þarf sagnfræðingurinn að endurhugsa eða endurhfa (e. re-enact) hugsanir
og ædun þeirra manna sem komu við sögu: Með gagnrýnni skoðun, inn-
sæi og samhðan nær hann að túlka merkingu athafnanna og skýra þær.19
Collingwood og þýsku ídealistarnir í hópi sagnfræðinga gengu vfirleitt
ekki svo langt að fullyrða að sagan réðist algerlega af hugsun sagnffæð-
ingsins og væri þar af leiðandi afstæð, háð túlkun hvers og eins. Coll-
ingvrood hélt því að vísu fram að ekki væri að finna neinn endanlegan
sögulegan sannleik, að hver kjmslóð yrði að endurskrifa sögtma efrir sín-
um þörfum, en hann vék ekki frá þeirri afstöðu að hægt væri að afla áreið-
anlegrar sagnfræðilegrar þekkingar og skihiings; siík þekking hljni þó að
byggjast bæði á rannsókn heimilda og hugsunum eða ímyndunarafh sagn-
ffæðingsins.20
Efahyggja í sagnffæði styrkrist eftir fjnri heimsstyrjöld. Skeþalaus þjóð-
ernisáróður sem henni fylgdi reyndi mjög á kröfuna um hlutleysi sagn-
ffæðingsins og í stað ffamfaratrúar og bjartsýni á mátt vísindanna urðu
bölsýni og efahyggja áberandi þáttur í menningu og ffæðum. I Bandaríkj-
unum sótti afstæðishyggja, sem var ffekar kölluð pragmatismi en relatíf-
ismi, mjög í sig veðrið og í sagnffæði er hún einkum tengd nöfhmn tveggja
manna, Carls Beckers og Charles Beards.21 Báðir höfhuðu hlutlægnis-
hyggju pósitífismans og hæddust að trú hans á hludeysi sagnfræðingsins
og að „staðreyndirnar tali sínu máh“. Becker flutti forsetaræðu í Banda-
ríska sagnffæðingafélaginu (American Historical Association) árið 1931
undir yfirskrifdnni „Everyman his ovm historian“, þar sem hann færði rök
fyrir því að söguleg þekldng væri ekki hludæg lýsing á liðnum atburðum
heldur mixmingar um orðna hluti („memory of things said and done“).22
19 Robin G. Collingvfood, Tbe Idea of Histoiy. Oxford: Oxford University Press,
1948, 213-249. Bókin kom fyrst út 1946. Sjá einnig William H. Dray, Philosopby
ofHistoiy, bls. 10-12.
20 Robin G. Collingwood, The Idea of Histoij. Sjá einnig Alun Munslow, The New
Histoiy. Harlow: Pearson Education Limited, 2003, bls. 18-19.
21 Novick, That Noble Dream, einkum bls. 150-154, 206-278.
22 Ræðan er birt á heimasíðu American Historical Association. Carl Becker, „Everj7-
man His Own Historian". http://wwnv.historians.org/ info/AHA_history/clbecker.
htm.
IIÓ