Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 58
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
„engar kjósendaraddir [hafa] heyrt, sem kref]ist þess, að fá allar landsins
bríettur inn á þing“.67 Yíirleitt hafði hann ekki orðið var tdð að „þessi kyn-
flokkur“, þ.e. konur, hefði mikinn áhuga á þingmálum „nema þegar hefir
verið von á skömmum eða einhverju hneyksh, þá verður ekki þverfótað
hér út úr þingsölunum f}TÍr pilsagangi.1'68
Arið 1911 urðu ennfremur þau vatnaskil í k\renréttindamálinu að þá
kom í fyrsta sinn ffam formleg andstaða við málið á Alþingi. Jón Jónsson í
Múla sem hafði verið kvenfrelsismáhnu hliðhollur sem ungur barátrn-
maður í Þjóðliði Islendinga var nú orðinn einn af hörðustu andstæðingmn
þess. Arið 1911 lagði hann ffam bre}TÍngartillögu við frumvarp til stjóm-
arskrár þess efnis að kontrr skyldu vera orðnar 40 ára er þær fengju kosn-
ingarétt. Síðan skyldi sá tdlskildi aldur lækka mn eitt ár á ári hverju þar til
fullu jafnrétti yrði náð. Tillaga Jóns náði að vísu ekki fram að ganga á
þingi árið 1911 og var felld með fjórtán atkvæðum á móti tíu. Arið 1913
hafði þingheimi aftur á móti snúist hugur þ\ú að sama tillaga var þá sam-
þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða tuttugu atkvæðum gegn
fimm. Jón í Múla gekk manna lengst í andstöðunni gegn kvenréttindmn
þar sem hann hafði ffumkvæði að því að lög vom sett í þeim rilgangi að
sporna gegn framgangi málsins.
Fjölmargir aðrir snemst gegn laænréttindamálinu árið 1911 og má
nefna að andróður var gegn kosningarétti kvenna í Félagi heimastjórnar-
manna í Reykjavík og landsmálablöðin ísafold og Þjóðólfur, sem áður
höfðu verið kvenréttindum hliðholl, tóku nú að birta greinar þar sem ráð-
ist var gegn kvenréttindamálinu.69
Hin „ónáttúrulega“ kvenréttindakona
Rökin gegn kvenréttindastefnunni byggðu að miklu leyti á hinum „nátt-
úrlega, eðlislæga mun“ á milli kynjanna, og hinum „sanna kvenleika“. Rök
Jóns í Múla vom t.d. þau að opinber störf og embætti væm ekki samræm-
anleg kveneðlinu enda munurinn á eðli kynjanna meiri en svo að hann
yrði „afhuminn með landslögum.“
6/ Alþingistíðindi 1885 B, d. 773-775, Alþingistíðindi 1909 B II, d. 1439 og Alþingis-
tíðindi 1913 C, d. 125.
68 Alþingistíðindi 1913 C, d. 1618.
69 Sjá Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 39-47. Um breytta afstöðu þing-
manna var fjallað í grein í Kvennablaðinu í október 1911. Sjá „Tímarnir breytast“,
Kvennablaðið, 9. okt. 1911, bls. 71-72. Sjá einnig „Hvað eiga konurnar nú að
gera?“, Kuennablaðið, 31. maí 1912, bls. 25-26.
56