Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 112
GUÐMUNDUR JÓNSSON
Novick lýsir hlutlægnishugtakinu eins og það var almennt skilið af banda-
rískum sagnfræðingum á þennan veg:
Þær forsendur sem hugtakið byggist á eru m.a. trú á veruleika
fortíðarinnar og sannleika sem samsvarar þessum veruleika;
skörp aðgreining milli þess sem „þekkir“ og þess sem er „þekkt“,
milli staðreynda og gilda, og umfram allt milli sagnfræði og
skáldskapar. Sögulegar staðreyndir hafa forgang ffam yfir túlk-
un og eru óháðar henni: gildi túlkunar er metið efdr því hversu
vel hún samræmist staðreyndum; ef túlkun gengur í berhögg
við þær er henni hafnað. Sannleikurinn er einn, ekki háður
sjónarhorni. Háttbundnu atferli í sögunni hefur sagnfræðingur-
inn „komist að“ en ekki sjálfur „búið til“. Þótt hver kynslóð
kunni að breyta mati sínu á mikilvægi sögulegra atburða efrir
því sem sjónarhorn breytast, breytist merking atburðanna ekki.-
Hér skilgreinir Novick hlutlægnishugtakið í anda pósitífismans og vissu-
lega var sá skilningur útbreiddur meðal sagnfræðinga frá lokum 19. aldar
og fram á síðari hluta 20. aldar, en þó ekki einráður eins og við munum
koma síðar að.
Hvernig fesrist hugmyndin um hina hlutlægu sagnfræði í sessi og
hvernig vatt henni fram ril okkar tíma? A 19. öld varð „nútímasagnfræði“
ril, en með því er venjulega átt við að hún varð að sérstakri fræðigrein sem
greindi sig frá guðfræði, heimspeki og bókmenntum en tengdi sig vísind-
Peter Novick, That Noble Dream, bls. 1-2: „The assumptions on which it rests in-
clude a commitment to the reality of the past, and to truth as correspondence to
that reality; a sharp separation between knower and known, between fact and value,
and, above all, between history and fiction. Historical facts are seen as prior to and
independent of interpretation: the value of an interpretation is judged by how well
it accounts for the facts; if contradicted by the facts, it must be abandoned. Truth is
one, not perspectival. Whatever patterns exist in history are „found,“ not „made“.
Though successive generations of historians might, as their perspectives shifted,
attribute different significance to events in the past, the meaning of those events
was unchanging". - Fróðlega umræðu á íslensku um hlutlægni í sagnfræði er að
finna í Gunnar Karlsson, „Krafan um hlutleysi í sagnfræði“, Söguslóðir. Afmælisrit
helgaS Olaft Hanssyui sjötugum. 18. september 1919. Reykjavík: Sögufélag, 1979, bls.
145-167. Eins og nafnið gefur þó til kynna fjallar Gunnar fyrst og fremst um
kröfuna um hludeysi (e. neutrality) sem er nokkuð annað en hlutlægni, en gjarnan
litið á sem hluta af eða forsendu fyrir hlutlægni.
IIO