Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 30
ANNA ÞORBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
hátt, sem tenging milli samfélag-a sem árhundrað skilja að. ímjmd ís-
lenskrar menningar er túlkun sem er byggð á tilíinningu og persónulegri
sögusýn og gerð til þess að einfalda, samhæfa og frysta miðlun menn-
ingararfsins á landsthsu. Imyndin er því holdgeningur menningararfsins,
afsprengi samtímans og segir meira um þá sem skapa ímyndina en það
sem ímyndin er sögð endurspegla.
Imynd Islands árið 2001 hvelfdist um huglæga eiginleika og lagt er til
að
[v]ið rannsóknir, þróun og markaðssetningu verði lögð áhersla
á menningandrkni, listsköpun og tnsindastarfsemi Islendinga
og áhuga þjóðarinnar á skráningu og miðlun upplýsinga, sem
sameiginlegan þátt í fari þjóðarinnar í nútíð og fortíð. Leitast
verði mð að kynna þau áhrif sem lega landsins, á mótrnn raeggja
menningarheima, hefur haft á menningu þjóðarinnar. Þá verði
lögð áhersla á að kynna sérstaklega gh'mu þjóðarinnar tdð
máttug náttúraöfl og nýtingu á auðlindum landsins.61
Þessi sýn á menningararfinn er bagaleg fýrir ferðaþjónustuna sem þrífst á
því að selja aðgang að sýnilegum menningararfi. Ur þessu er lagt til að
verði bætt með því að skapa áfangastaði þar sem menningararfurinn er
gerður sýnilegur. Ahersla er lögð á að nýta tölvutækni til þess að gefa
heildarmynd af hinu flókna og þróaða upplýsingasamfélagi miðalda og
koma upp sýningum á völdum sögustöðum.62 Mildlvægt er tahð að rann-
saka og endurgera hús og í því samhengi litið bæði til fornleifafræðinnar
og Húsaffiðunarsjóðs. Einnig skal vinna að því að samþætta þarfir ferða-
þjónustunnar og rannsóknir sem geta aukið sýnileika menningararfsins.
Ahersla er lögð á að efla einstaklingsframtakið og byggja á sprotum sem
þegar vora til staðar. A þessum tíma var mikil áhersla á hvers kyns rniðlun
Islendingasagna í kjölfar landafunda og er þar líklega komin skýring á
61 Sama rit, bls. 10.
62 Sama rit, bls. 11 og 22. Efdrfarandi sögustaðir eru neíhdir: Þingvellir, með upp-
Iýsingar um lagasetningu, stjórnmál, stjórnsýslu og dómsmál á miðöldum, Skál-
holt, miðstöð kirkjutónlistar, Reykholt, miðstöð íslenskrar miðaldasagnfræði,
Þingeyrar, miðstöð um menningarstarf klaustra, Hólar í Hjaltadal, safn um
kirkjusögu og sögu prentlistar, og Akureyri, safn um verslun, tíðskipti og siglingu
með skírskotun til Gása. Einnig er lagt til að Þingvellir verði teknir á heirns-
minjaskrá.