Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 162
JOAN W. SCOTT
femínískt að því leyti að með því að varpa ljósi á þær hugmyndir sem lægju að
baki skilgreiningum um hvað teldist „náttúrulega" karlmannlegt og kvenlegt,
og þá væri á sama tíma verið að afbyggja hugtökin, sýna fram á hvernig þau
væru í raun ekki eilíf og óbreytanleg heldur félagslega sköpuð.
Segja má að ofannefhd grein Joan Scott hafi í raun skapað nýja undirgrein
innan sagnfræðinnar sem kalla má kynjasögu (e. ge?ider history). Sem sagn-
fræðingur hefur Scott ávallt einblínt á Frakkland, þá aðallega 18. öldina og
upphaf þeirrar nítjándu.2 Fyrstu verk heimar voru skrifuð frá sjónarhóh fé-
lagssögu og þá sérstaklega undir áhrifum marxískra sagnfræðinga eins og Er-
ics Hobsbawms og E.P. Thompsons. Aftur á móti hafa verk hennar síðustu
tvo áratugi einkennst frekar af þeim áhrifum sem orðræðubyltdngin hafði í
bandarískum háskólum á níunda áratug síðustu aldar. Hún hefur skorað á
bæði sagnfræðinga og aðra ff æðimenn að líta á sönnunargögn sín með gagn-
rýnum augum og oftar en ekki véfengt niðurstöður sem að hennar mati eru
byggðar á ónákvæmum hugmyndum um orsaldr. I greininni „The EHdence
of Experience“ dregur Scott í efa það sönnunargildi sem margir sagnffæðing-
ar hafa eignað reynslunni.3 Hugtakið reynsla var einn grunnurinn að hug-
myndum E.P. Thompsons um það hvernig verkalýðurinn á Englandi öðlaðist
stéttarvitund. Reynsla verkamanna af því að upplifa líf sitt sem verkamenn var
það sem skapaði vitund þeirra sem hluta af stærri heild, verkalýðnum. Grein
Scott var jafnframt gagnrýni á marga innan hinseginfræða sem lögðu áherslu
á sameiginlega reynslu samkynhneigðra af þjóðfélaginu og hvernig sú reynsla
hefði skapað sameiginlega sjálfsmynd eða vitund meðal þeirra.
Síðasta áratuginn eða svo hefur Scott fært sig nær nútímanum og í síðustu
tveim bókum sínum hefur hún tekist á við ýmisleg pólitísk vandamál samtím-
ans, þó aðallega með tdlliti til Frakklands. Árið 2005 kom út bókin Parité!
Sexual Equality a?id the Crisis ofFrench Universalism þar sem hún fjallaði um
kvennahreyfingu á tíunda áratugnum í Frakklandi sem barðist fyrir því að fært
væri í lög að jafnmargar konur og karlar gegndu opinberum störfum innan
2 Sem dæmi um þetta má nefna bækur hennar The Glassworkers of Ca?~maux: French
Craftsme?? and Political Action in a Nineteenth Century City, Cambridge, Mass.:
Harvard University Press, 1974; og Only Paradoxes to Offer: Fretich Feminists and
the Rights ofMan, Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1996.
3 Joan W. Scott, „The Evidence of Experience“, í: Judith Buder og Joan W. Scott
(ritstjórar), Feminists Theorize the Political, New York og London: Roudedge,
1992, bls. 22-40. Lengri útgáfu sömu greinar má finna í: CiiticalInquiiy 17 (sumar
1991), bls. 773-797.
ióo